Varðandi þessa könnu, hún er mjög vel gerð nema að því leyti að maður gat ekki valið möguleikann; get ekki valið á milli eða slíkt.

Að mínu mati er betra að setja þetta upp sem grein, og allir pósti sínum svörum og ,,rökum” fyrir valið. Ég kaus Nintendo 8-bit, af því að hún markaði tímamót, af nostalgíu, og af því hún er klassísk.

Ég var lengi að ákveða mig því ég hef ljúfar minningar af Nintendo 8-bita, hins vegar hafði ég reynslu af Atari og slíku, man eftir að við áttum ET og fullt af öðrum leikjum. En það sem stendur upp úr var að fá Nintendo með Karate Kid, Air Fortress, Super Dodge Ball, Duck Hunt og Track and Field með mottunni og að sjálfsögðu Mario Bros. Síðar meir koma Zelda og allt annað.

Mér fannst það eitthvað svo skrýtið að sjá Playstation 2 með svona mörg atkvæði, jú leikjaúrvalið er frábært og leikirnir góðir en eru ekki bara margar hér sem hafa bara haft þessa tölvu eða Playstation. Ég man eftir því að það var ekki svo auðvelt að fá góða leiki hér áður fyrr. Ekki fyrr en Playstation-byltingin átti sér stað, og jú ég vil kalla þetta byltingu því úrvalið kom þá. Samt sem áður var hér fyrir Super Nintendo og Sega Genesis. 16-bita stríðið var gullaldarskeið og þetta gullaldarskeið er að renna aftur upp. Ég trúi því.

Ég man eftir að hafa skoðað 3D0 og Atari Jaguar í Gamepro og EGM, er einhver hér sem átti slíka gripi? Hvað þá um Sega CD? Ég hef prófað ýmsa leiki á Sega Genesis og mér þótti hún heldur góð, það var reyndar pirrandi þegar ég fékk Mortal Kombat í Super Nes, það var ekkert blóð, vei heldur sviti, og Sega fengu allt. Ég prófaði Sega Game Gear oft á sínum tíma, en mér fannst betra leikjaúrval, allavega prófaði ég nokkra en var ekkert sáttur.

Hvaða tölvur fengu þið og í hvaða röð?

Nintendo
Gameboy
Super Nes
Playstation
Gameboy Advance


Og í sumar
Gamecube og PS2.

Næst vil ég athuga með hvaða leiki standa upp úr hjá ykkur
Hérna eru gamlir og góðir leikir sem ég tók til, þetta er engan veginn tæmandi listi.
Maniac Mansion
Zelda-serían
Mario-serían
Final Fantasy Adventure
Megan Man- serían sérstaklega 2, 3 og 4
Super Dodge Ball, þvílíkt rugl en Ísland er með.
Metroid-serían
Mario RPG
Actraiser

Endilega einhver að koma með Sega úrval hérna.
Through me is the way to the sorrowful city.