Hugleiðingar um leikjatölvurnar 3

Núna í dag gær (þegar þetta er ritað) kom Play Station 3 út og eru þá allar leikjatölvurnar 3 komnar út á Íslandi, ásamt restinni af heiminum. Margt hefur breyst síðan þessar tölvur voru fyrst kynntar. Margir spáðu falli nintendo og sögðu að þeir ætti ekki séns í grafíkrisana tvo. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég hafi verið einhvern undantekning, ég hafði enga trú á að Nintendo ætti séns og spáði í einhverjum þræðinum hérna að Nintendo myndi hætta að framleiða leikjatölvur fyrir 2008. Það telst nú frekar ólíklegt núna þar sem allt bendir til þess að Nintendo verði sigurvegari þessarar kynslóðar og muni þegar upp er staðið seljast meira en hinar 2 tölvurnar. Ég hef sjálfur ekki tekið af skarið og fengið mér “next-gen” tölvu, ég á núna X-Box, PS2 og game cube og læt þær líklegast duga eitthvað áfram. Ég veit að ég mun kaupa mér Wii, það er ekki spurning. Þegar ég sá dóttir mína spila Tennis um daginn þá skildi ég af hverju hún selst eins vel og hún gerir. Þetta er “good old kind of fun” sem allir geta tekið þátt í. En fyrir mér er wii “gimmick” og þá meina ég það í góðu. Uppáhalds leikurinn minn á síðasta ári var án efa Guitar hero og held ég að Wii eigi efir að taka við af Guitar hero og Singstar, tölvan sem þú spilar með fjölskyldunni og vinum, en ekki einn. Þetta verður svona partívélin full af litlum leikjum sem er jafn gaman að grípa í með kollu í hönd eða í barnaafmælinu. En fyrir mér þá verður Wii aldrei sú tölva sem ég spila nýjustu leikina á borð við GTA4, Tony Hawk, Fifa, Oblivion, Halo 3. Þetta eru leikir sem ég spila einn, online eða ekki oftar en ég spila þá með félögunum. Til að uppfylla þessar þarfir þarf ég öflugri vél. Ég vill vél sem spilar HD leiki í fullu blasti í heimabíóinu og þrýstir tækniframförum í leikjum áfram. Útfrá þessum þessum forsendum á ég tvo kosti PS3 eða XBOX 360. Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að velja á milli. Báðar vélarnar eru svipað öflugar og munu verða það áfarm. Allt tal um það að PS3 sé öflugri og það eigi bara eftir að ná “meira útúr henni” er bara áróðursbull. Tæknilega getur vel verið að PS3 sé öflugri en þetta sama var sagt um PS2 að hún myndi ná X-Box og rjúka svo fram úr henni, en það gerðist aldrei. X-Box var með betri grafík en PS2 þegar hún kom á markaðinn og hafði þetta forskot allt til enda. En ath. munurinn á PS3 og XBOX 360 er mjög lítill ef einhver og fyrir mér eru þær nákvæmlega jafn aðlaðandi sem leikjatölvur. Til að gera upp á milli þeirra þá ákvað ég að gefa þeim einkunn fyrir 5 atriði sem ég tel að skipti mestu máli: Leikir, netspilun, Mediaafspilun, verð og þjónusta og hér fyrir neðan fer ég yfir þetta lið fyrir lið og gef báðum tölvum stig. Fyrir hvern lið eru veitt 100 stig og skiptast þá hlutfallslega á milli

1: Leikir
báðar tölvurnar hafa marga góða leiki exclusive og margt bendir til þess að Sony sé allverulega að miss klærnar á leikjaframleiðendum hvað varðar exlusive leiki og er líklegt að flestir stærstu leikirnir komi út á báðar vélarnar. Hvað mig varðar er enginn exclusive leikur á annarri hvorri tölvunni sem er það mikið “must have” að ég myndi kaupa tölvuna fyrir hann þannig að þessi liður hjá mér er XBOX 50 -50 PS3

2. Netspilun
Hingað til hefur XBOX 360 tekið PS3 í þurrt hvað netspilun varðar en það gæti breyst mjög fljótt og verður spennandi að sjá hvað SONY gerir með “home” en eins og staðan er í dag myndi ég segja að það eru bara getgátur og staðann núna er XBOX 80 - 20 PS3

3: Media afspilun
Hér kemur fídus sem skiptir mig miklu máli. Ég er með moddað XBOX sem ég horfi á alla netþætti í gegnum og það er klárt mál að mín næsta leikjatölva verður að geta spilað allar þær tegundir af video, tónlist, ofl. sem ég nota og eins og staðan er í dag getur hvorug tölvan gert þetta með fullnægjandi hætti. Ég held að hvorki Sony né Microsoft muni aldrei koma með það sem ég sækist eftir og því þarf ég að treysta á 3rd party lausn og þar er PS3 mun framar og líklegt að eitthvað í líkingu við Xbox Media Center muni koma út fyrir PS3 þá ofaná Linux stýrikerfi sem SONY gerir öllum kleyft að setja upp. Hér verð ég þó að segja XBOX 50 - 50 PS3 þar sem allir möguleikar eru aðeins óskhyggja og getspá og báðar vélarnar eru í raun jafn lélegar í þessum efnum.

4: Verð
þessi liður er “no-brainer” verðið á PS3 er rugl, rugl og aftur rugl og ótrúlegt að Microsoft hafi ekki nýtt sér það og lækkað verðið á XBOX því það hefði getað kálað henni alveg. munurinn á báðum tölvunum er 20.000 kr og ennþá meiri ef bornar eru saman “basic” vélarnar. Ég hef tekið eftir því að menn hafa verið að gefa það í skin að PS2 hafi kostað 55.000 kr þegar hún kom út þannig að 10k í viðbót sé bara eðlileg verðlagsþróun en þetta er kjaftæði. Þegar PS2 kom út var dollarinn á hæsta punkti í sögunni eða yfir 100kr þannig að það þrýsti verðinu á henni upp úr öllu valdi. PS3 kostar næstum tvöfalt meira en PS2 og það er bara bull og ég hef ekki trú á því að hún muni seljast neitt í líkingu við PS2 þar til hún fer undir 300$ Þar að auki er hægt að fá mjög feitan og júsí Xbox 360 pakka, notaðan eða nýjan fyrir 65.000 kr þannig að ég verð að gefa Microsoft vinninginn hér, hún er miklu ódýrari punktur og basta. XBOX 70 - 30 PS3

5: Þjónusta
Hér snýst dæmið við hvað varðar XBOX, Microsoft er ekki alvöru “player” á íslandi, lítil þjónusta, leikir koma seint, ekkert auglýst eða neitt. PS3 kemur inn með trukki og XBOX er hvergi sjáanlegt til að mótmæla fullyrðingum Senu eins og “PS3 er öflugasta /vinsælasta / besta /flottasta /bla bla bla, og eins og staðan er svona þá er þetta XBOX 30 - 70 PS3.

Ef þessar einkunnargjafir eru svo lagðar saman fær XBOX 360 - 280 stig á meðan PS3 fær 220 stig. En þetta er auðvitað smekksatriði og menn verða að vega þessa liðið útfrá sínum forsendum og væntanlega eru margir sem kaupa PS3 eingöngu og aðallega útaf MGS eða FF og allt gott að segja um það. Fyrir mér er lykilpunkturinn mediaafsplun, allt hitt er alveg jafngott eða ég get lifað með ókostunum en ef ég á að eyða 50-100.000 kr í leikjatölvu er eins gott að hún spili allt torrentefnið eins og það leggur sig.

P.S. ekki drekkja þessari umræðu í því sem ég sagði um Wii, hún er öruggur sigurvegari þessarar kynslóðar og ásamt Nintendo DS sýnir það og sannar að Nintendo hafa engu gleymt, en fyrir flesta ”hard core gamers" er hún ekki nóg, fín sem tölva 2 en ekki PS2 / XBOX replacement.