Ég mæli með Orb fyrir Wii Orb er forrit sem gerir þér kleyft að “streama” myndböndum, ljósmyndum og tónlist í gegnum netið og í Wii. Þú getur semsagt horft á öll uppáhalds myndböndin þín af Pc tölvunni þinni á sjónvarpinu í gegnum Wii. Mér finnst þetta helvíti þægilegt þar sem ég á ekki fartölvu, Pc tölvan mín er ekki með sjónvarpskort og þar að auki er hún hvorki í svefnherberginu mínu eða í stofunni. Semsagt nokkuð þægilegt fyrir þá sem hafa áhuga.

Það sem maður gerir er að fara á slóðina http://www.orb.com/ og ná í nýjustu útgáfuna en hún inniheldur þann skemmtilega fídus að þegar maður opnar Orb í Wii er stýrikerfið allt öðruvísi heldur en ef þú mundir opna Orb í venjulegri Pc tölvu.
Þegar þú ert búinn að ná í útgáfuna og búa þér til username og password geturðu byrjað að streama frá Pc tölvunni þinni og í Wii. Ég vil líka minna á það að það verður að vera kveikt á tölvunni og hún tengd við Internetið á meðan það er verið að nota Orb.
Í Pc tölvunni geturðu valið hvaða myndbönd þú vilt streama sem og tónlist og myndir. Þó er einn galli (og ekki galli) og hann er sá að Internet browserinn í Wii styður ekki mikið meira en flash myndbönd. Þessvegna eru öll myndböndin í svipuðum gæðum og háhraða myndböndin hér á huga. En ef þú ert með góða Internet tengingu ætti þetta ekki að vera neitt vesen. Fyrir mig er þetta mjög þægilegt og ég hlakka til að horfa á næsta þátt af Heroes í sjónvarpinu mínu sem ég downl…. umm sem ég fékk gefins hjá vini mínum.

Svo auðvitað á meðan það er kveikt á Pc tölvunni þinni þá geturu alltaf opnað myndbönd, tónlist og myndir hvar sem er með Pc tölvu.

Ps. Orb virkar sömuleiðis fyrir Ps3

Ef það eru einhverjar villur eða eitthvað sem þið viljið leiðrétta, gjörið þið svo vel og skiljið eftir svar.