Sigurvegari leikjatölvustríðsins Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég mjög umdeilda grein um leikjatölvurnar þrjár nintendo wii, xbox 360 og playstation 3.

Hér ætla ég að skrifa nýja grein með sama markmið, fjalla um kosti og galla allra þriggja leikjatölvanna og reyna að komast að stóru spurningunni, “Hver mun taka þetta?”.Tel ég það nauðsynlegt að skrifa nýja svipaða grein í fyrsta lagi til að hjálpa þeim sem eru í vafa um hvaða tölvu þeir ættu að fá sér og líka útaf nú loksins eru allar þrjár leikjatölvurnar komnar á markað og þá fyrst er hægt að dæma tölvurnar fyrir alvöru. Ég veit að það gæti reynst erfitt fyrir mig að gefa PS3 og Nintendo Wii einkunn þar sem ég hef ekki prufað þær en ég mun gera mitt besta. Fyrri greinin hafði marga galla(t.d varðandi einkunagjöf) og ætla ég að reyna að gera ekki sömu mistök aftur. Einnig ætla ég að skrifa ítarlegri lýsingu á vélunum, bæta við nokkrum einkunnarflokkum o.s.frv

Einkunnarflokkar eru eftirfarandi…..
Kraftur: Segir til um kraft leikjatölvunnar
Frumleiki: Segir til um hversu frumlegir hönnuðuðirnir voru við gerð tölvunnar.
Verð/gæði: Segir til um hve mikil gæði þú færð fyrir peninginn.
Spilun: Segir til um hversu þægileg/skemmtileg tölvan er í notkun o.fl
Netþjónusta: Segir til um hversu mikla þjónustu þú færð í gegnum netnotkun tölvunnar.
Leikir: Segir til um hversu margir góðir leikir eru til/væntanlegir á vélina.

Nintendo Wii
Álit mitt hefur verulega breyst á undanförnum mánuðuðum á þessari tölvu, mér langar eiginlega alveg óendanlega mikið í hana. Að vísu hefur hún ekki marga leiki til að velja úr nú í byrjun, en það mun örugglega breytast á næsta ári. Nintendo wii hefur ekki mikinn kraft, enda er henni ekki ætlað að hafa mikinn kraft heldur góða spilun. Einsog flestir vita er fjarstýringin kölluð wiimote og nemur hreyfingar í allar áttir sem gefur leikjaframleiðendum nánast endalausa möguleika. Nokkrir áhugaverðir leikir verða til sölu þegar hún kemur út 8.des en það er einn leikur sem skarar mest frammúr. Það er að sjálfsögðu nýji Zelda leikurinn, The legend of Zelda: Twilight Princess. Hefur hann fengið framúrskarandi dóma og er hann kominn í annað sætið yfir bestu leiki allra tíma*, beint á eftir The legend of Zelda: Ocarina of time. Margir aðrir leikir eru á leiðinni eins og t.d. nýr Super Mario, Metroid Prime: Corruption o.fl. Hún er reyndar svolítið dýr meðað við að hún er ekki einu sinni með DVD spilara (ekki það að það sé þörf á honum) en sagt er að hann muni koma fyrir hana einhvertímann á næsta ári. Mun hún kosta um 30.000 krónur hérna á Íslandi meðan ódýra útgáfan af Xbox 360 kostar um það bil það sama.
Tel ég hana algjörlega þess virði ;)

Einkunn: Kraftur:7, Frumleiki:10, Verð/gæði:9.5, Spilun:10, Netþjónusta:9, Leikir: 9
Lokaeinkunn: 9.1

Xbox 360
U.þ.b ár er síðan Xbox 360 kom út í Evrópu. Margir góðir leikir hafa komið fyrir hana síðan þá einsog t.d The Elder Scrolls IV: Oblivion og nýlega Gears of War. En mun fleiri leikir eru á leiðinni einsog t.d. Bioshock, Mass Effect, Fable II, Halo 3 og margt fleira. Xbox 360 mun styðja HD-DVD en ekki er spilari innbygður í tölvunna ólíkt Blu-ray spilara PS3. HD-DVD drifið er komið á markað í Bandaríkjunum og kostar um 200 dollara. Kraftur Xbox 360 er mjög mikill(Gears of War strikar undir það) en að vísu er PS3 aðeins kraftmeiri, en munar ekki miklu. Það sem heillar mig mest við Xbox 360 er netþjónustan, hún er hreint út sagt mögnuð. Þú þarft að borga áskrift til þess að spila leiki á netinu, 6999 krónur á ári og tel ég gjaldið vel þess virði. Microsoft gerði ekki margt annað en
endurbæta marga hluti frá gömla xboxinu og það ástæðan fyrir að hún fær 8 fyrir frumleika.

Einkunn: Kraftur:9, Frumleiki:8, Verð/gæði:8, Spilun:9, Netþjónusta 10, Leikir, 9.5
Lokaeinkunn: 8.9

PS3
Sony gjörsamlega pakkaði saman andstæðingum sínum Microsoft og Nintendo í seinasta leikjatölvustríði. PS2 hefur selst í meira en 100 milljónum eintaka og selst en. En mun sagan endurtaka sig? Sumir segja “já”, en aðrir “nei”. Playstation 3 er án efa kraftmesta leikjatölvan í dag. Hún kostar ekki mikið miðað við hvað þú færð fyrir penginginn: Blu-ray spilari, 20 eða 60 gb harður diskur, frí netspilun o.fl.
Mjög margir kaupa PS3 bara útaf hún heitir PS3 og tel ég ekkert að því. Viðskiptavinurinn veit að hann er að fá hágæða vöru fyrir peninginn sinn.
Ekki eru margir góðir leikir fyrir PS3 til í augnablikinu, sá eini sem ég get nefnt er Resistance: Fall of Man, en margir góðir eru á leiðinni, eins og t.d Metal Gear solid 4 og Unreal 2007. Fjarstýring PS3 er kölluð “the sixaxis” og hefur hún hreyfiskynjun líkt og fjarstýring Nintendo Wii, en eini leikurinn sem ég hef séð úr sem nýtir sér virkilega hreyfiskinjunina er Warhawk. Það hefur litið út fyrir það undanfarið að sony hefur hermt svolítið eftir keppinautum sínum eins og t.d hreyfiskynjunin í fjarstýringunni o.fl. En maður veit aldrei.

Einkunn: Kraftur:10, Frumleiki:7, Verð/gæði:9, Spilun:9, Netþjónusta:9, Leikir: 8,5
Lokaeinkunn: 8.8

Sjálfur ætla ég að kaupa allar þrjár leikjatölvurnar vegna þess að ég fíla þær allar á mismunandi hátt. Ég er nokkuð viss á að Nintendo taki þetta núna vegna þess að hún höfðar svo vel til hins almenna borgara.

p.s

*Linkur á lista yfir bestu leiki allra tíma(listinn uppfærist annað slagið þannig að það gæti verið að hann breytist eitthvað á næstunni)
http://www.gamerankings.com/itemrankings/simpleratings.asp?rankings=y

*Mæli ég einnig með því að þið kíkið á greinina hans Jonkorns, hún fjallar um nintendo wii í mun meiri smáatriðum en ég geri hér. Slóðin á hana er
http://www.hugi.is/leikjatolvur/articles.php?page=view&contentId=3781365