Nintendo á mjög rólega sögu.

Byrjaði sem þeir stærstu í sínum flokki. Síðan fór að halla undan fæti en koma svo með comeback sem að tryggir þeim kanski ekki stærsta markaðshlutan en sannar að þeir séu mest innovative í sínum flokki. PSP kom kanski með flottustu grafíkina en Nintendo DS kom með nýjar hugmyndir. PS3 og Xbox360 kemur með rosa grafík. En Nintendo svara með því að koma með nýjar hugmyndir hvernig á að spila leiki og það fyrir rúmlega helmingi minna verð.

Þegar að Nintendo kynnti nýju vélina, sem þá hét Revolution, voru ekki allir á því að þetta gæti gengið. Stýripinnin er kanski voða sniðug hugmynd en gæti þetta gengið sem eini pinninn. Þegar að Nintendo leyfði svo blaðamönnum að prufa sannfærðust þeir um að hér væri að koma allger bylting í skemmtun.

Wii mun vera nettengd og munt þú geta spilað alla nintendo leiki síðustu 20 ára. Meira að segja gömlu NES leikina muntu geta downloadað. Þar að auki verða einhverjir Sega leikir á boðstólum.

Grafíkin verður ekkert rosaleg en verður samt mun betri en í gömlu PS2 og Xbox vélunum. En ég hef alveg fyrir löngu hætt að nenna elta flottustu grafíkina enda oft er ekkert varið í þá leiki nema bara flott grafík. Sem að endist ekkert lengi. En það er ekki hægt að segja annað en að Red Steel looki frábærlega og að manni hlakki til að spila hann.

Nintendo var nú í gær loksins að fara sýna almennilega nýju vélina sína. Nintendo Wii. Og nú held ég að ég fari bara strax og láti taka frá eitt eintak.

Hér er trailerinn fyrir Red Steel. http://www.youtube.com/watch?v=vsmvHRLqE0c&search=nintendo%20e3%202006

Introið af press conferencinu http://www.youtube.com/watch?v=s6kCzl88LfY&search=nintendo%20e3%202006

Leikjavélin kynnt http://www.youtube.com/watch?v=Y-5jPqkw6qQ&search=nintendo%20e3%202006

Leikirnir kynntir http://www.youtube.com/watch?v=BrgiqarBlEM&search=nintendo%20e3%202006

Zelda play demo.
http://www.youtube.com/watch?v=XvN7fWqufMs&search=nintendo%20e3%202006