GTA: San Andreas- Besti leikur allra tíma? GTA: San Andreas var tilkynntur í Maí, þá fékk maður að sjá þrjú screenshots úr honum og fá að vita hvenær hann kæmi. GTA Aðdáendur hafa þess vegna beðið í fimm mánuði, og nú er hann kominn. Hæpið hefur verið svakalegt. Margir tugir aðdáenda síðna, stór tölvuleikjablöð og vefsíður alltaf með einhver “coverage” og milljónir manna út um allan heim að bíða. En nú er hann kominn og þá kemur spurningin; stendur hann undir þessum gífurlegu væntingum? Er hann eins góður og maður vonaði? Í stuttu máli sagt, já. Hann er það.

Föstudagsmorguninn 29. Okt. fór ég í Elko um leið og búðin opnaði og náði mér í eintak. Klukkan 12 byrjaði ég að spila hann. Eldsnemma um morguninn 30. Okt. hætti ég að spila hann og fór að sofa. Ég spilaði leikinn í um 16 klukkustundir með smá hléum. Fór svo aftur í hann þegar ég vaknaði og spilaði hann til kvölds, fór að sofa og fór aðeins í hann áðan. Ég bara get ekki slitið mig frá honum.

Þegar ég kveiki á leiknum er ég kominn í annann heim. Ég gleymi mér algjörlega. Enda ekki furða. Ef ég labba niður götu sé ég fólk hittast og tala saman, setjast niður, leiðast og keyra um. Það getur meira að segja talað við mig, og ég get svarað þeim. Ef ég er vel kæddur og í góðu formi fæ ég sérstaklega góð viðbrögð frá kvennþjóðinni. Svo heyri ég kannski byssuskot og sé að löggan er komin, en ég hef ekkert gert að mér…nýlega, hugsa ég. Og sé þá að löggan er ekki að elta mig, heldur einhver annan glæpon. Hann er á mótorhjóli og löggan rétt á eftir honum. Ég ákveð að fara á eftir þeim og fylgjast með bara að gamni. Eftir smá eltingarleik nær löggan að keyra hann af hjólinu. “Eins gott að þetta sé ekki ég”, hugsa ég “ég var að eyða helling af pening í byssur”. En þá tekur glæpamaðurinn upp haglabyssu, og drepur lögguna, kemst svo í burtu. Svona er heimurinn í San Andreas, alveg snarklikkaður.

Gaurinn minn er ekkert voðalega sterkur, og fer ég þess vegna að æfa mig. Lyfti, æfi box, og fer á hlaupabrettið. Eftir æfinguna fer ég á hamborgarastað og fæ mér að éta. Ahhh, er í góðum málum núna, með fullt líf og gaurinn búinn að læra ný bardagabrögð. Þá fæ ég símtal, kærastan er að hringja. Ég þarf að fara með hana út að borða, henni líkar betur og betur við mig eftir hvert stefnumót og þegar ég keyri hana heim býður hún mér inn. Eftir að við höfum gert hluti sem ég vill helst ekki lýsa hér því börn gætu séð þetta, gefur hún mér lykil að húsinu sínu. Ég ákveð að gera mission, fer til Big Smoke og hann er í einhverjum vandræðum með rússa. Ég lendi í rosalegum eltingaleik þar sem Smoke keyrir en ég skýt út um gluggann. Mótorhjól og trukkar á eftir okkur, allt brjálað, bílar að springa og stökkva…það er ótrúlegt að PS2 skuli ráða við allt þetta hugsa ég. Og tekst að klára missionið.

Mig vantar pening, ég fer þess vegna og brýst inn til einhvers ræfils og tek sjónvarpið hans og sel það. HAHA. Kíki svo á barinn og vinn gaur í billiard, við veðjuðum 1.000 dollurum. Fer í spilakassann í einhvern geimleik, og svo skrýtinn býfluguleik sem ég gleymi mér í…og næ high scorinu. Veðja svo á hesta og verð heppinn, græði 11.000 dollara. Í tilefni þess fer ég og kaupi ný föt.

Þetta er svona örlítið brot af því sem hægt er að gera í leiknum, þetta er bara úr fyrstu borginni, borgirnar eru þrjár og svo er risavaxið sveitasvæði. Þegar maður kemst lengra í leikinn er hægt að gera óteljandi hluti sem ég á eftir að uppgvötva, missionin eru ótrúlega fjölbreytt. Allt frá því að dansa á ströndinni til þess læðast inn í hús og skera gaura á háls eða taka þátt í “stríði” með fjarstýrðum skriðdrekum. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Ég hef það á tilfinningunni að leikurinn verði bara betri því lengra sem ég kemst í hann.

Aldrei hef ég skemmt mér eins mikið í leik áður. Þegar kemur að stærð og fáránlegu mörgum spilunarmöguleikum kemst enginn annar leikur nálægt San Andreas. Hann einfaldlega hækkar kröfur leikja í framtíðinni. Ef þú átt hann ekki fáðu þér hann, núna…þar er að segja þegar það kemur ný sending til landsins (hann er uppseldur).