Review Marathon Núna síðastliðinn jól skrifaði ég grein sem ég kallaði “Holiday Review Marathon” en vegna leti kláraði ég hana ekki og póstaði henni aldrei hingað. Ég hef alltaf séð dálítið eftir þessu þar sem að greinin var og er *LÖNG* og langar mig ekki að öll þessi skrif fari í súginn.

Og með þeim orðum gef ég ykkur Holiday Review Marathon, alveg óbreytt frá því í fyrra (takið tillit til þess.)



++++++++++HOLIDAY REVIEW MARATHON++++++++++



Núna koma bráðum blessuð jólin, og fer víst marga að hlakka til.
Sjálfum hlakkar mig óstjórnlega til jólanna og get því varla beðið eftir þeim. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að ég er búinn að óska mér þónokkuð af leikjum í jólagjöf, þar sem ég á aldrei neinn pening til að kaupa þá sjálfur. Svona í tilefni jólanna ætla ég að skrifa hérna þónokkuð langa grein sem ég kýs að kalla Holiday Review Marathon vegna þess að í þessari grein ætla ég að skrifa dóma um flest alla tölvuleiki mína, þ.e alla Gamecube leikina, tvo Nintendo 64 leikina, nokkra leiki í eina gamla góða en ég ætla að sleppa PC leikjunum vegna þess að þá yrði þessi grein *mikið* lengri en hún er og myndi taka of mikinn toll á geðheilsu mína.


Fyrsta leikjatölva sem ég átti var frá Sega og kom út fyrir þónokkrum árum. Ég man þó ekki hvort hún hafi heitið “Sega Mega Drive” eða “Mega Sega Drive” þó mér þykir hið fyrrnefnda líklegra. Þetta var þónokkuð vinsæl tölva á sínum tíma (ætli ég hafi ekki verið um 6-8 ára) og kom svo að því að ég fékk hana í afmælisgjöf, í rauninni án þess að hafa beðið um hana (ættingjar mínir tóku víst eftir því hvað mér fannst gaman í henni hjá öðrum).
Ég var alveg í skýjunum yfir þessu, þar sem ég hafði aldrei átt leikjatölvu áður og hafði eiginlega alltaf dundað mér í annaðhvort PC eða einni gamlri svart/hvítri Apple tölvu (man alltaf eftir eplinu).
Núna átti ég alvöru dót.

======= Endurminningar =======

Með tölvunni fylgdi ein fjarstýring en ég fékk eina auka líka í afmælisgjöf, þannig að ég átti tvær til að byrja með, svo var líka dálítið sem kallaðist Six-Pack.

LEIKUR 1…Six Pack…

Fyrsti console leikurinn sem ég kom nálægt, en þó í rauninni ekki einn leikur heldur eins og nafnið gefur til kynna, sex. Eins furðulegt og það kann að virðast, man ég bara eftir 4 af þessum leikjum og þar sem þessi eldgamla tölva er löngu ónýt (hún datt óheyranlega oft í gólfið) ásamt leikjunum sem eru týndir get ég ekki rifjað það upp.
Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að leikirnir hafi verið leiðinlegir eða ég hafi ekki haft áhuga á þeim, og þessvega hafi ég ekki munað eftir þeim og þ.a.l væru þeir ekki þess virði að skrifa um.

Einn fótboltaleikur.
Þessi var mjög góður og lifir vel í mínu minni, grafíkin þótti mér samt ekkert sérstök, þar sem myndavélin var beint fyrir ofan völlinn, þannig að maður sá bara hausa og axlir og bolta. Þetta var samt ótrúlega skemmtilegur leikur og er þetta eini fótboltaleikurinn sem ég hef spilað lengur en 2 tíma.
Einkuninn: => 9.0 <=

Einn geimveruleikur.
Þessi fannst mér bestur af þeim öllum. Maður gat valið sér þrjá kalla, þ.e vélmenni (my favorite), kall með rafmagnsbyssu og konu með…kjarnorkusprengju.
Þetta var multiplayer hasarleikur þar sem einn, tveir eða þrír spilarar börðu geimverur í klessu og var þetta alveg frábær leikur. Inní komu líka einföld “shooting” borð þar sem maður átti að skjóta allt sem hreyfðist. Grafíkin fannst mér frábær og bergmálar meginþema leiksins alltaf í hausnum á mér. Frábær leikur.
Einkuninn: => 10.0 <=

Einn Formúlu 1-leikur.
Þessi var líka fínn. Grafíkin var svona frekar 3-D í útliti og var hægt að fara í multiplayer eins og mér þótti svo gaman. Þessi fannst mér þónokkuð skemmtilegur en þó alls ekki eins mikið spilaður og geimveruleikurinn (að ofan).
Einkuninn: => 8.5 <=

Einn hálfgerður tetrisleikur.
Þennan kom ég varla við, líklega af því að þetta var svona “puzzle leikur” sem mér þóttu ekki skemmtilegir á þessum tíma. Grafíkin var einföld og gekk þetta að mig minnir útá það að raða 5 samlitum kubbum saman, en þá myndu þeir hverfa og þú færð stig í staðinn. Mér fannst alltaf skrítið að mamma mín spilaði þennan leik stíft.
Einkuninn: => 7.4 <=

Seinna meir fékk ég fleiri og fleiri leiki fyrir mína heitt elskuðu Mega Drive og þegar mánuðirnir liðu urðu leikirnir ódýrari og ódýrari vegna þess að tölvan var að detta úr tísku. Ég man eftir að einu sinni á ferð minni um kolaportið með ömmu minni og afa sáum við stórt borð, með nokkrum geisladiskum og svoleiðis, ásamt nokkrum Mega leikjum. Þeir kostuðu líklega lítið því að amma mín keypti tvo, þeir voru semsagt, Aladdin og Toy Story.

LEIKUR 2…Aladdin…

Þessi leikur var byggður á Disney myndinni af sama nafni, sem mér þótti og *þykir* snilld (ein af bestu disney myndunum). Ég hafði jú auðvitað séð myndinna og var mjög spenntur yfir þessum leik, þar sem ég hafði aldrei spilað leiki byggða á teikni-kvikmyndum sem ég hafði séð.
Leikurinn spilaðist fyrir mér eins og draumur og var einfaldur, side scrolling leikur eins og flestir leikir á þessum tíma. Þú gast náttúrulega höggvið með sverði Aladdins, og fannst mér alltaf fyndið þegar maður hjó beltið af buxunum á vörðunum (eins og í myndinni). Hann var mjög skemmtilegur og byggði vel á atburðum myndarinnar.
Grafíkin fannst mér mjög góð og held ég þegar ég lít til baka að þetta hafi verið bara fín grafík miðað við standardinn í þá daga. Það var líka fullt af skemmtilegu dóti í sambandi við grafíkina og allir bakgrunnirnir voru vel gerðir. Inní fléttuðust svo hálfgerð sýnishorn, þó aðallega með texta sem ég skildi ekki (en reyndi þó að lesa).
Hljóðið var fínt og man ég eftir að öll lögin úr myndinni voru í leiknum (náttúrulega í *mun* minni gæðum) og svo voru öll þessi venjulegu hljóð fyrir sverðin og galdrana á sínum stað. Þessi leikur fannst mér, eins og flest allt á gömlu Mega Drive, snilld.
Einkuninn: => 10.0 <=

LEIKUR 3…Toy Story…
Annar leikur byggður á Disney mynd sem ég hafði séð fyrir stuttu og fannst mikil snilld. Leikurinn var svipaður og Aladdin í gæðum og útfærði atburði myndarinnar mjög vel, og bætti meira að segja þónokkru við. Ég var vonsvikinn á tímabili yfir því að það væri ekki hægt að leika Bósa Ljósár vegna þess að mér fannst hann mikið flottari en Viddi, en ég lifði það af.
Leikurinn spilaðist mjög vel, ef ekki betur en Aladdin. Það voru margar skemmtilegar hindranir í þessum leik og var hann alltaf skemmtilegur og borðin alltaf fersk og ný.
Grafíkin var mjög góð að mig minnir, og eins og með Aladdin, held ég að hún hafi verið að standast gæðastuðla þess tíma. Það var meira að segja eitt borð í 3-D! Eða svona nokkurn veginn og fannst mér það mjög flott (og meira að segja frekar creepy).
Hljóðið var mjög gott líka og man ég eftir að það hafi verið nokkrir “on-liners” hjá Bósa og Vidda sem ég skildi ekki neitt náttúrulega.
Einkuninn: => 10.0 <=

Ég fékk fullt af leikjum fyrir þessa tölvu og var meira að segja einn sem ég aldrei kláraði, sem hann hét Tintin in Tibet og byggði á vinsælli teiknimyndasögu um mann sem hét Tintin (eða Tinni). Þið vitið örugglega hvað ég er að meina. Það var ævintýra leikur og var sem slíkur mjög góður. Ástæðan fyrir því að ég kláraði hann aldrei var útaf því að eitt borð í honum var bara einfaldlega of erfitt fyrir mig.
En allavega, ég fékk líka 3 Sonic leiki sem ég hélt mikið uppá, líka Donald Duck leik sem var ekki *hægt* að vista í, þannig maður þurfti að byrja uppá nýtt í hvert skipti sem maður slökkti. Gaman.
Þó að Mega Drive leikirnir hafi verið skemmtilegir og séu í mjög háu áliti hjá mér þá man ég ekki nógu vel eftir þeim til að geta dæmt þá mjög vel og ætla þess vegna að halda áfram.
Þið kannski tókuð eftir að ég var mjög örlátur á 10ur þarna fyrir ofan og er ástæðan einfaldlega sú, að gömlu leikirnir, á gömlu Mega Drive, SNES og þær voru bara einfaldlega langskemmtilegastir að mínu mati. Þeir voru einfaldir og hálf heilalausir og voru einmitt bara það, heilalaus skemmtun (oftast). Einu leikirnir í dag sem mér finnst koma nálægt þessari formúlu eru Super Mario leikirnir og núna nýlega, Viewtiful Joe.
Gamli skólinn verður *ALLTAF* bestur (að mínu mati, ekki taka of alvarlega).

En áfram með þessa dásamlegu grein sem er strax orðin þónokkuð löng miðað við það að við erum rétt að byrja…

======= Næsta kynslóðin =======

Það leið dágóður tími þar til að ég fékk nýja leikjatölvu og var hún fyrsta skref mitt í átt að næstu kynslóðinni.
Það byrjaði þó allt með að ég heyrði um fyrirbæri sem kallaðist Nintendo 64 og var hún kölluð í auglýsingum “öflugasta leikjatölvan á markaðnum í dag!!” ásamt fleiri svoleiðist sölutrikkum sem ég var alveg fullkomlega að falla fyrir. Ég fékk náttúrulega ekki bara að kaupa hana þar sem hún kostaði morðfjár á þessum tíma, í staðinn leigði ég hana nánast vikulega og hékk alveg stanslaust í henni, í hinum og þessum leikjum eins og Goldeneye og Super Mario 64.
Það kom þá loksins að því að ég átti afmæli og eftir að hafa gersamlega gulltryggt að ég myndi fá N64 í afmælisgjöf með endalausu nöldri kom það mér lítið á óvart þegar ég fékk hana, ásamt leiknum Goldeneye (James Bond leikur fyrir þá sem ekki vita.).
Ég spilaði hann náttúrulega frekar stíft og var þetta fyrsti alvöru 3-D tölvuleikur sem ég gat kallað minn eiginn.

LEIKUR 4…Goldeneye 64…
Þessi leikur var sá fyrsti sem ég prófaði frá fyrirtækinu Rare og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég hafði ekki séð myndina en sá hana fljótlega eftir að ég hafði spilað þennan í smá tíma (þess má geta að það var fyrsta James Bond myndin sem ég sá.)
Þessi leikur var og er ennþá í dag snilld. Grafíkin var flott og notaði N64 alveg til fullnustu, sérstaklega flott í þessum leik fannst mér sprengingarnar sem voru þónokkuð raunverulegar. Það klikkaði ekki að þessi leikur var með alveg skothelda spilun, og fannst mér ógeðslega gaman þegar ég fékk fyrst að hoppa uppí skriðdreka og sprengja allt í tætlur. Hljóðið var líka frábært og var upprunalega Bond þemað auðvitað með, ásamt nokkrum öðrum góðum bakgrunnslögum. Uppáhalds hljóðeffekt minn var og er þegar maður keyrir yfir menn á skriðdrekanum. Nasty.
Svo er leikurinn með eitt besta multiplayer sem um getur og allir ættu að hafa prófað með 4 vinum, alveg frábært!

Grafík: => 9.5 <=
Hljóð: => 9.0 <=
Spilun: => 9.9 <=
Fjölspilun: => 10.0 <=
Heildareinkun: => 9.7 <=

Seinna meir fékk ég marga fleiri leiki fyrir N64 en þó alltaf með miklu millibili þar sem N64 leikir voru *rándýrir*. Mér stendur þó efst í huga einn dagur þegar ég og vinur minn vorum að ræða um Nintendo 64 og leikina í hana og enduðum með að rífast um hvaða leikur væri með bestu grafíkina. Vinur minn endaði umræðuna með því að segja að einhver leikur að nafni “Zelda” væri með bestu grafíkina á N64. Ég var forvitinn og þar sem ég var veikur fyrir grafík á þeim tíma ákvað ég að óska mér þennan leik í jólagjöf.
Ég fékk hann en vissi þó *ekkert* um Zelda leikina fyrir utan það að hafa séð nokkrar teiknimyndir einu sinni fyrir löngu (hafði ímyndað mér leik byggðan á þáttunum).
Þessi leikur hét The Legend of Zelda: Ocarina of Time og hafði ég ekki hugmynd um hvað ég var búinn að koma mér útí þegar ég setti leikinn í gang…

LEIKUR 5…Zelda: Ocarina of Time…
Fyrstu 2 mínúturnar af Zelda:Oot voru eiginlega mjög ruglandi þar sem ég hafði haldið að þetta væri byggt á þáttunum, en eftir smástund, fór mér að lítast mjög vel á leikinn.
Það var, í fyrsta lagi, meira frelsi í þessum leik en ég var vanur og þegar mér var fyrst sleppt inní Kokiri Forest vissi ég ekkert hvað ég átti að gera og alveg ruglaður á því að hafa ekkert ‘augljóst markmið’ sem ég vissi af. Ég spilaði leikinn þó heilmikið og á endanum komst ég útfyrir Kokiri skóginn og útá Hyrule Field. Stutt klippa sýndi risastórt landslag og zoomaði á mig. Ég byrjaði að ganga og eftir að hafa talað við uglu nokkra var mér sleppt útá Hyrule Field, og vissi aðeins að ég átti að ‘fara til Zeldu prinsessu’ án þess að hafa nokkra hugmynd um hvar hún væri.
Ég var eiginlega hálf dolfallinn yfir risastóru landsvæðinu og lék mér bara að labba um og endaði á einhverjum bóndabæ. Svo tók ég eftir því að farið var að dimma og áttaði mig þá á tíminn leið í þessum leik, eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður.
Þessi leikur er örugglega einn besti leikur sem nokkurn tíma hefur verið gerður, og er að mínu mati að minnsta kosti jafnoki SMB3.
Spilun og stjórn er nánast gjörsamlega fullkomin, og var alltaf óendanlega gaman að ríða um á hestinum þínum í gegnum Hyrule.
Grafíkin var ótrúleg á sínum tíma og stoppaði ég oft bara til að skoða landsvæðin og karakterana, svo fannst mér líka rosalega flott hvernig óvinirnir dóu.
Hljóðið var fullkomið. Punktur. Sérstaklega tónlistin sem að, þó að hún hafi verið MIDI þá var hún samt ótrúlega skemmtileg og skapaði alltaf sérstaka stemmingu fyrir hvert svæði. Margir kvörtuðu yfir því að Zelda þemað sjálft vantaði en satt að segja tók ég ekki eftir því en er sammála að það hefði verið flott ef það hefði verið.
Ég er sjálfur búinn að spila þennan leik oftar en mannlegur heili ætti að ráða við og er orðinn nokkuð bilaður Zelda-fanboy.

Grafík: => 10.0 <=
Hljóð: => 10.0 <=
Spilun: => 10.0 <=
Heildareinkun: => 10.0 <=

Ég fékk nokkru síðar líka Majoras Mask en ætla ekki að fjalla um hann hér þar sem álit mitt á honum er eiginlega það nákvæmlega sama og á Ocarina of Time ( => 10.0 <= ).

Ég átti líka og á ennþá, Mario Kart (=> 9.2 <=), Wetrix (=> 7.5 <=), Pokémon Stadium 1 og 2 ( 1 => 8.4 <= , 2 => 8.6 <=), Mickey Mouse Racing (=> 4.3 <=), Tomorrow Never Dies (=> 8.6 <=) og Pokémon Snap (=> 7.9 <=)

En núna er komið að stærsta hluta þessarar greinar og segir hann frá því hvernig ég eignaðist Gamecube og afstöðu minni gegn hinum risunum…

++++++++++FRAMHALD SEINNA++++++++++

Ég ákvað að bíða með þennan hluta þar sem hann er lengstur af þeim öllum og ef hann væri með þá væri þetta alltof langt.
Endilega komið með hreinskilningslegt álit á þessari grein og ekki hika við að segja það sem ykkur finnst.
Segið mér ef þið komið auga á stafsetningarvillur (alltaf að reyna að bæta sig)

Takk fyri