Hæ hæ..:)

Jæja núna ætla ég að tala um minn leikjaferil, þetta byrjaði eiginlega allt þegar ég sá gömlu atari leikjatölvurnar hjá nágranna mínum, þetta var nú ekkert smá wonder á þeim tíma og alveg ótrúlega flottir stýripinnar með..;) Ég var 5 ára og varð alveg sjúkur af þessu! Því miður átti ég bara tölvu sem var með einum leik og það var ping pong!!(ekkert til að kalla húrra fyrir!)Þetta breyttist samt allt þegar bróðir minn fékk sér Sinclair Spectrum plus, Vá þetta var engin smá vél á sínum tíma(Gaman líka að segja frá því að ég á Sinclair Spectrum í kassanum og hún er líka innsigluð í poka)Litli sprettur varð sjúkur og ári seinna fékk hann Pc 8088 í jólagjöf!! Þá fyrst fór ég að hafa gaman að leikjum! Meðan ég var að spila Kings quest fékk litli frændi minn skrítna tölvu í jólagjöf og það var Nintendo Entertainment system(eða Nes)
Ég hugsaði naa þetta getur ekki verið merkilegt og síðan varð ég vitni að Super mario bros og þá var no return back!! Þetta var ótrúlegt að sjá svona fallega liti og hvað þessi leikur var hraður+sjúklega fun! Síðan komu Super mario bros 2 og á eftir kom kraftaverkið The legend og zelda! Þetta eru ógleymanlegir tímar að fá sjá þetta og upplifa!
Þegar ég varð 13 ára átti ég Nes,sega master system,Megadrive og super nintendo! Þetta var ekkert smá gaman og hver leikur var eins og gull(maður pældi ekkert í review, maður bara keypti leik og spilaði hann, svona einfalt) Váá hvað Super Nintendo hafði head over heels á þessum tíma og það virtist ekkert geta breytt því!! Árin liðu,ég fékk punghár og árið 96 kom Sony playstation! Þegar ég sá fyrstu auglýsinguna með þessari vél, þá skrapp ég í kaupfélagið og keypti mér hana á 38,000 kr plús leikinn wipeout!(átti líka þá Philips cdi,panasonic 3do og Atari jaguar) Þetta var frábær tími og sérstaklega þegar Final Fantasy 7 kom út(fyndið samt hvað maður var shallow á þessum tíma og allir leikir þurftu að vera með flott CGI í leiknum)stuttu seinna kom Nintendo64 og hún var breaktrough með Mario64 í fararbroddi(Þá svipuðum tíma kom sega saturn, sem öllum var sama um)Vá hvað Nintendo var fun að spila leiki eins og Banjo,Pilotwings64,mario64 og Ocarina of time var frábært og ekki gleyma Conkers!!
Tíminn leið og átti orðið dóttur og konu(plús helling af tölvum og leikjum;)
Jólin 2000 var tíminn þegar fyrirbærið PS2 kom út, vá hvað allt snérist um hana og greyið sega sem hafði gefið dreamcast árið áður út fölnaði við þetta fyrirbæri, ég keypti mér soleiðis og varð strax fyrir vonbrigðum!(og er enn) Þetta var ekkert nýtt og var sérstaklega móðgaður að Sony breytti ekki pinnanum sínum!
Árið 2002 var ég skilinn og kominn í dálitið rugl(átti samt alltaf nóg af leikjatölvum og leikjum með) Þá komu út Nintendo Gamecube og Xbox(Vá ég rakkaði ekket smá Microsoft að gefa þessu tölvu út og að kaupa hana væri eins og að fara í nasistabúðir hjá félaga okkar honum Hitler) Samt ég keypti mér hana og líka Gamecube!! Varð ástfanginn strax af þessu nýja fyrirbæri Nintendo og er stoltur af henni ennþá!!

Ok þetta er saga mín!! Ef ég ætla að tala um framtið leikjaiðnaðarins þá er ég ekkert bjartsýnn!! Playstation er orðið hálfgert tísku trend og Xbox er orðinn meiri pc talva heldur hún var!(talandi þá um modd)
Samt heldur Nintendo sakleysi sínu og trúir því að þeir séu að gera rétt(Ég vona það) Af öllum vélum sem ég hef átt, hefur Nintendo alltaf staðið sig best, þegar maður fer í bt og skoðar leiki í gamecube, þá sér maður ekki marga leiki miðað við eins og PS2(svaka stoltir auglýsa þeir núna að koma 200 nýjir leikir fyrir jól, því miður fyrir ps2 eigendur þá verða bara 5 eða kannski 6 góðir leikir í þessum hóp)

Ég ætla fordæma Bræðurna Ormsson fyrir að standa sig hörmulega illa í markaðsetningu Nintendo og gera ekki neitt fyrir hana!!(það er kannski 12 eða 14 leikir í rekkanum hjá þeim)
Það góða við Bt er að þeir koma með leiki inn fyrir nintendo, það slæma er að þeir auglýsa hana ekki neitt!(Held samt að þeir fái einhverjar góðar prósentur frá tölvudreifinu til að selja xbox, svo þessvegna er hún í öllum bæklingum frá þeim!)
Og síðan er það playstation 2?? Afhverju er fólk að kaupa þessa vél!

1.Er hún trend?(tískulína)
2.Hún er rándýr!
3.minniskubbar eru á 5000kr
4.Ruslahaugur af leikjum fyrir hana
5.Og lélegur dvd spilari!!

Ég hef ekki svar við þessu öllu og að fólk kaupi hana á 18,900 meðan þú getur keypt gamecube á 12.000kr! eins og ég sagði þá líst mér ekkert á þessu þróun!!

bæ bæ
ps.það er örugglega einhverjar stafsetningavillur(ef svo, fuck that)