My road to (Salv/Playst)ation (ath fanboy skrifun) Blessuð og sæl.
Ég hef núna lesið örfáar greinar hérna inn á “Leikjatölvur” og hef orðið var við ákveðið mynstur hérna.
Það er alls ekkert leindarmál að flestir tölvuleikja aðdáendur kaupa yfirleitt ekki fleiri en eina gerð af leikjartölvu af hverri kynslóð, þar sem svoleiðist gripir kosta yfirliett dágóðan aur.
Það er nú að vísu allt gott og blessað, en vandamálið er, að í staðin fyrir að reyna að lána hin(n/a) helming(inn/ana), þá eigum við það oftast til að gagnrýna það sem við eigum ekki, í okkar eigin egótrippi um að við höfum haft “rétt” fyrir okkur í leikjartölvu kaupum. Betur þekkt hérna sem “Console War”.
Þetta er nú hlutur Sem flestir vita og á ekki eftir að breytast núna á næstuni. Ég er nú sjálfur ekki beint hlutlaus í þessum málum, þó ég reyni nú að vera opinn fyrir nýjungum.
með hverri kynslóð sem kemur verður maður að taka erfiða ákvörðun sem mun breyta sjónarhorni þínu á leiki og gestgjafa þeirra í langan tíma. En á hvaða grundvöllum tekur maður þessa ákvörðun? Það getur verið heilmargt, t.d.
Fordómar,
góðar minningar með forvera X,
verð, “
exclusive strategíur”
eða bara ugla sat á kvisti…

Hvað sem það er, þá mun val þitt á endanum stíga þér lengra frá vinum og félögum sem hafa framið annað val. Þessi ferill er næstum óflýjanlegur.
En afhverju erum við að láta einhver trilljón króna fyrirtæki sem gera ekki annað en að okra á okkur ár eftir ár og láta okkur bíða mánuðum/árum saman eftir vöru sem svo stígur okkur svo bara á móti okkar fellow leikja-aðdáendum? (ef eigendur af gagnstæðu Hardware´i).
Ef þú finnur svar láttu mig vita, því ég nenni ekki að pæla í þessu lengur.

Annar er ég hér komin til að deila með ykkur mínum ákvörðunum í þessum málum og vonast til að þið getið svarað mér nokkrum spurningum varðandi þær.

Ég var nú að vísu aðeins 5 ára, þegar ég og systkini mín eignuðumst okkar fyrst kassa. Hún var stór, grá og eflaust það fallegasta sem ég hafði séð á þessum aldri. Við skýrðum hana NASA. Það hjálpaði auðvitað að það stóð “NASA” með stórum stöfum utan á kassanum.
Eins og þið hafið kannski giskað, þá var hún af gerðini NASA og var japönsk eftirlíking af NES og gat bæði spilað NASA og NES leiki. Með henni átti ég margar af skemmtilegustu mininngum barnæsku minnar. Það var endalaust mikið af skemmtilegum leikjum í hana t.d. Mario 1, 2, 3, aðalega 3 og The Flinstones, Tank Wars… einhver japanskur vampíruleikur og ég gæti talið í allan dag.
í um það bil 4 ár dundaði ég mér að vinna þessi leiki einn á eftir öðrum og fannst hin mesta skemmtun. Það skipti mig engu máli, þótt nokkrir félagarnir væru komnir með SNES eða eitthvað kjaftæði, þar sem ég sá engan grafík mun. Ég var staðfastur á því að ekkert myndi toppa hana NÖSU.
Enn einn dag þarf allt að enda. Málið var að við áttum líka PC tölvu sem ég notaði mjög mikið og var hann faðir minn orðin soldið þreyttur á að komast ekki að, því ég VARÐ að “whúppa” 2 gaura í viðbót í Duke Nukem II. Þannig að það var ákveðið að ég skildi kaupa aðra leikatölvu.
Hérna var það sem ég þurfti að standa frammi fyrir þessu rosalega vali.
Ég skoðaði allt sem var á markaðnum á þeim tíma. Það var basicly aðeins Nintendo 64, Sega Dreamcast og stór grár kassi, sem minnti mig alveg roslega á hanna gömlu góðu NÖSU sem sat heima, rykug og bitur yfir því að ég var að fara skipta henni út fyrir yngri módel. Nostalgían fór alveg með mig. Strax komin stór feitur “+” fyrir stóra gráa kassan þarna.
Ég tjékkaði nú samt á öllu Hardware þar sem hér vara að finna, kosti og galla.
Nú var ég líka búinn að þroskast ögn frá NASA dögunum og leikir sem gengu út á að hoppa var bara allt í einu bara ekki nóg lengur, sem gaf soldin mínus í garð 64´s.

Ég bað mann í skífuni að sýna mér aðeins betur hvernig þetta fúnkaði nú allt saman, því ég vildi vera 100% viss um að ég væri ekki að kaupa mér einhvern kassa sem gerðist svo aðeins nothæfur sem paper weight. Hann var mjög hjálpsamur og útskýrði fyrir mér hlutina í sinni dýpstu meiningu og leyfði mér að prófa nokkra leiki í öllum consólum.
Fyrst prófaði ég Sega Dreamcast því félagi minn átti þannig og var búin að mæla stórlega með henni. Ég prófaði þar nokkra leiki og fannst hinn mesta skemmtun.

Eftir nokkrar blóðugar lotur í Mortal Combat 3, fékk ég loksin að prófa stóra gráa kassan sem mér hafði hlakkað svo rosalega til að gera. Maðurinn tók þykkt diska hulstur með mynd af rauðum djöfli á og smellti honum í. Hann horfði á mig og næstum glotti er hann sagði, “þér á eftir að líka við þetta, trúðu mér”.
Ég horðfi bara á hann í undrun en varð truflaður af hjóði sem mynnti helst á himneskan kór og það var þá fyrst sem ég sá ljósið…

Það var í formi tveggja bókstafa sem mynduðu einhvern vegin skugga hvors annars, *PS*. Ég fellti næstum tár þegar þessari rosalegu athöfn var lokið, en nei, hvað var þetta? hvað var að gerast? skjárin varð allt í einu bara svartur… endalaust svartur, og ekkert sem ég gat gert. Ég leit á mannin í undrun en hann hafði ekki augun af skjánum og neitaði greinilega að losa sig við þetta óþægilega glott. Eins og hann vissi hvað væri í vændum.
Athygli minni var hrint aftur á skjáin þegar ég heyrði að þetta suð sem hafði verið í gangi í dálangan tíma hafði hækkast og orðið að drungalegum bassa. Skjárinn blossaði upp og fram komu myndir ólíkt öllu öðru sem ég hafði nokkurn tíman séð. þetta var ótrúleg sjón. mér fannst ég vera komin ofan í einhverskonar hryllings mynd, þegar ég sá kráku krunka og plokka auga úr líki og fljúga burt með það, framhjá hjá gömlu krækklóttu tréi sem var gestgjafi þriggja dauðra manna sem voru hengdir á grein þess.
Áfram hélt hún, framhjá gömlu rotnu húsi þar sem kjarraði í hurðum og gluggum þegar vindurin trítlaði þar um. ég flaug inní húsið og þar beið “hulstur-skrautið” sjálft og öskraði af öllum mætti og brennandi stafir tóku yfir skjánum… *DIABLO*

Thats it, ég var fullkomlega seldur. ég leit á mannin í “Skífu” bolnum með kjálkan niðrá gólfi til að vera viss um að hann hefði séð það sama og ég. Hann kinkaði rólega kolli og sá greinilega undrun mína yfir þessum atburðum. Sagði svo “sagði þér að þetta væri töff”, hæstánægður með sig. Hann gaf mér merki með augunum að horfa á aftur skjáin og þar var komin þessi rosalegi töff menu, með eld og læti út um allt. Ég tók utan um Controlerin og blöskraði yfir hvað hann var smíðaður fyrir hendurnar á mér. Eftir aðeins örfáar sekúndur var ég hættur að finna fyrir hvenær ég endaði og hann byrjaði.
Þegar ég var búin að velja mér vondasta Sorcerin á markaðnum og tilbúinn fyrir hvern sem er, þá kom það sem hefur reynst vera hinn mesti steinn í mínum skóm, enn þann dag í dag. Þetta var sjón sem ég hef fyrirlitið alla tíð, eftir þetta.
í stað þess að nauðga skjánum með, það sem hlaut að vera mesti “Kick-ass” leikur allra tíma, þá kom græn viðbjóðsleg mynd af striki sem fylltist af rauðum vökva á hraða sem hefur ekki enn fundist mæli-eining fyrir (semsagt MORÐ-hægt), Fyrir ofan þessa viðbjóðslegu línu sem silaðist áfram, stóð orð sem er grunnur alls sem ég HATA hérna í heiminum, semsagt *LOADING*.

Þetta var eins og að finna nál í heystakk af kostum og stinga sig í augað með henni!

Eftir LANGAN loading tíma þá byrjaði leikurinn loksins og Guð minn almátugur, var hann biðinars virði! (þetta var fullyrðing ekki spurning).
Grafíkin, Gameplay, sound og saga var alveg frussandi toppi. Ég fór inn í lítin bæ og talaði við allt og alla, og það kom mér mikið á óvart hvað allir höfðu mikið að segja og hversu trúverðugar raddirnar voru, og bara það að, það voru raddir sem sögðu hvert einasta orð!
Ég fór niður í kirkjuna og slátraði nokkrum tylftum af alls kyns verum og komst upp nokkur level og í því andartaki varð ég 100% húkt á stóra gráa kassanum og öllu sem honum fylgdi, kostir og gallar… galli ;)

Eftir það var komin tími til að smakka seinasta keppandan sem var að þessu sinni Nintendo 64. Þar var ég settur í leik sem kallaðist MarioKart. Gaurin kveikti á tölvuni og um leið kom upp krútelgur menu, sem á stóð “Press Start for a New Game” og ég var bara “hvar í fokkanum er krákan og öll líkin maður???” Ég horðfi á gaurinn og endurtók hugsun mína upphátt á aðeins kurteisari hátt. Hann horfði tilbaka lyfti augnarbrúnum frekar syfjulega. Það var ekki þörf á orðum. Þetta var fullkomlega móttekið… Það var ekkert intro cutscene!!! feit vonbrigði. En ég ætlaði ekki að láta þetta eyðileggja fyrir mér dagin. Ég valdi mér Luigi, þar sem hann var gamalt uppáhald í Mario 3. Eftir það byrtist hetjan á litlum gókart umkringdur örðum krútlegum og kunnulegum verum úr NASA tímabilinu. Á meðan ljósin blikkuðu, leit ég enn og aftur í mannin sem núna virtist vera hálfsyfjaður og þögull og ég spurði hann “… uhh og hvað á ég svo að gera í… þessu”
á meðan ég desperatly reyndi að sýna einhvern áhuga á þessu og fékk svar sem hafði rosalega mikið gildi í framtíðar ákvörðun mína um leikjatölvu-kaup, Hann sagði ´“já, þú átt að, skilurru, keyra í hringi og hitta hina með skjaldbökum, þú veist”…………….. JÆJA, ekki var þetta plott skrifað af Shakespeare.
Næsti leikur sem ég var settur í var leikur sem var talin einna fremstur á sínu sviði, nefnilega “Zelda Ocarina of time”. Því miður endurtók sama sagan sig, Ekkert nema bara New Game, án þess að vera gefin nein hugmynd um hvað væri í væntum, þótt leikurinn sjálfur hafi verið hinn fínasti, þá bara vantaði nokkur megin atriði. eftir þónokkra spilun þá fór ég að spyrja nokkura spurninga eins og:
“uhh, einhver kráku myndbönd í nánustu framtíð?”
“er fólk semsagt ekki með raddir?”
“get ég líka orðið sterkari og betri með að drepa gaura?”
og þau svör sem ég fékk voru frekar í sökkandi kantinum, semsagt:
“Nei”
“Nei”
“Og NEI!”

Ég lét þetta semsagt segja mér allt sem þyrfti.

Nokkrum dögum seinna lallaði ég út í skífu með föður mínum og kom heim stoltur eigandi af stórum gráum kassa. Þetta ætlaði ekki að verða betra. Nema að frænka mín kær hafði nýlega fjárfest að einhveri dulni ástæðu í arftaka Super Nintendo (snes) og gerði sér það af mikilli skemmtun að sletta framan í mig einhverjum tölum (sem ég skildi nátúrulega ekkert í á 8 ára aldri) sem áttu að draga “harðvöru” val mitt í efa. En mér var alveg sama hvort hún hafði 30 og eitthvað meira af einhverju heldur en ég, því ég vissi að það sem ég hafði á milli handanna myndi aldrei nægjast með að láta mig keyra í hringi og kasta skjaldbökum á keyrandi sveppi og eitthvað kjaftæði. Eftir þetta hef ég aldrei efast um að kassin minn muni nokkurn tíman svekkja mig, því eins lengi og foreldrar mínir borga rafmagnsreikningana, þá munum við palli (playstation) ávallt vera bestu vinir.

Jæja þetta er semsagt partur eitt af “My Road to (Salv/Playst)ation.” Þannig að ef ég fé ekki það mikin hatemail út á þessa grein skal ég segja ykkur frá ævintýri mínu upp í næstu kynslóð.

Kærlig hilsen Jakob

Ps. Þessi grein er ekki meint sem neitt “rosalegt” diss á einn né neinn, þannig að það er fullkomin óþarf að fara í einhverja über vörn hérna. Takk fyri