Gleymt lykilorð
Nýskráning
Leikhús

Leikhús

1.105 eru með Leikhús sem áhugamál
2.578 stig
48 greinar
243 þræðir
26 tilkynningar
5 pistlar
162 myndir
95 kannanir
4.023 álit
Meira

Ofurhugar

Brighton Brighton 274 stig
gvendurf gvendurf 216 stig
Stjarna4 Stjarna4 196 stig
selten selten 124 stig
gamligrimmi gamligrimmi 116 stig
Grettir Grettir 76 stig
petgun petgun 72 stig

Stjórnendur

Lumar þú á góðum spunaleik? Sendu stjórnendum lýsingu og við skella því inn :)

Slæds sjó
Hópnum er skipt niður í tvo hópa. Annar hópurinn horfir á en hinn leikur slæds sjó. Einn úr seinni hópnum er skipaður stjórnandi, hann fær það hlutverk að „skipta um mynd“.
Þegar stjórnandinn segir „klikk“ eiga allir áhorfendurnir að loka augunum og á meðan kemur leikhópurinn sér í einhverja stellingu. Sniðugt er að vinna saman og mynda einhverja stellingu í sameiningu í stað þess að allir geri bara eitthvað í sitthvoru lagi... Eftir fáeinar sekúndur segir stjórnandinn „klakk“ og þá mega áhorfendur opna augun.
Núna er hlutverk stjórnandans að segja frá myndinni. Oft getur leikhópurinn myndað hinar kjánalegustu myndir og því er hlutverk stjórnandans frekar erfitt, hann þarf að mynda heilstæða sögu úr myndunum. Leikurinn er svo endurtekinn nokkrum sinnum áður en hóparnir skipta um hlutverk.
Gott er að ákveða eitthvað „þema“ áður en byrjað er að mynda myndir, eins og til dæmis: „Verkfræðingar í Kína“ eða „Blint fólk á skipi“.
Tilfinningaveislan
Hópnum er skipt í tvennt, annar helmingurinn eru áhorfendur en hinn leikendur.
Einn leikendanna leikur gestgjafa sem er að halda veislu. Allir leikararnir fara út af „sviðinu“ nema gestgjafinn og einn af öðrum mæta „gestirnir“ í veisluna. Hver nýr gestur á að hafa ákveðna tilfinningu og þegar hann mætir í veisluna taka allir við þessari tilfinningu.
Til dæmis kemur fyrsti gesturinn með sorg og þá verða hann og gestgjafinn ofsalega sorgmæddir. Þessi tilfinning helst svo alveg þangað til að annar gesturinn mætir í veisluna með t.d. ofsagleði, þá taka allir við þeirri tilfinningu.
Oft skapast mjög einkennilegar aðstæður þar sem fólk hoppar úr einni tilfinningu yfir í aðra. Þeir sem leika gestur verða að hafa í huga að sýna greinilega um hvaða tilfinningu er að ræða. Ef það er ekki nógu skýrt gæti einhver annar í hópnum misskilið tilfinninguna.
Sitja, standa, liggja
Þrír eru saman í spuna í þessum leik. Best er að ákveða þema/stíl á leikinn, eins og t.d. læknaspuni.
Leikurinn er svoleiðis að í spunanum verður alltaf einn að standa, einn að sitja og einn að liggja. Það mega aldrei tveir liggja á sama tíma, eða tveir standa eða sitja á sama tíma. Svo ef sá sem liggur ákveður að standa upp þá verða hinir að breyta líka án þess að það hafi áhrif á spunann.
Spuninn endar svo bara þegar þið nennið ekki lengur, t.d. með því að sá sem standi fari út.
A, B, C spuni
Í þessum spuna er oftast best að hafa stafrófið við hliðina á sér til öryggis. Tveir gera í einu. Sá sem byrjar verður að byrja setninguna á A og sá næst á Á (eða B, fer eftir því hvernig stafróf þið notið)
T.d.
Manneskja 1; Alltaf eru sömu vandræðin í Jóa
Manneskja 2; Á hann ekki eitthvað bágt núna greyið?
Manneskja 1; Bara í skólanum
og svo framvegis. Sá sem ruglast er úr og næsti fer inn á og þá byrjar nýr spuni. Ef þeir sem eru inn á ná að fara allt stafrófið þá hafa þeir 'unnið'
Samhljóðaleikurinn
Tveir eru að leika í einu. Fyrir fram er ákveðið hvað þau eru. Síðan er ákveðinn einn samhljóði sem er bannað að segja. Ef annar leikaranna segir bannstafinn á sá sem er fyrstur af áhorfendum að öskra, t.d. "þú sagðir R" þá á sá hinn sami að taka við af honum.
Spurningaspuni Þetta byrjar með að tvær manneskjur tala saman.
Manneskja 1 spyr manneskju 2 spurningu, og manneskja 2 þarf að svara spurningunni með annarri spurningu. Svo þarf 1 að svara þeirri spurningu með annarri spurningu og svo koll of kolli, þangað til að önnur hvor manneskjan ruglast, og þá kemur einhver annar inn í staðinn fyrir þá manneskju.
Dæmi:
Manneskja1: Hvað ert þú að gera hér?
Manneskja2: Hvað meinaru?
Manneskja1: Af hverju spyrðu?
Manneskja2: Bara. (þetta er villa og þess vegna fer þessi manneskja útaf og ný kemur í staðinn)
Manneskja3: Hvað sagðiru við Pálu?
Manneskja1: Hvað viltu að ég hafi sagt við hana?

Og svo framvegis.. :)
Sent inn af Satine

Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok