AMORES PERROS er mexíkönsk framleiðsla sem hefur allstaðar fengið dúndur
dóma allstaðar í heiminum. Hún þykir kraftmikil og áhrifarík.
Var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2001.
Myndin var valin besta myndin á eftirfarandi kvikmyndahátíðum: Critics Week
á Cannes hátíðinni 2000, Á Bogota hátíðinni, Chicago kvikmyndahátíðinni, AFI
kvikmyndahátíðinni í Los Angeles, Flanders kvikmyndahátíðinni, Tokyo
kvikmyndahátíðinni, Sad Paulo hátíðinni og á kvikmyndahátíðinni í Moskvu auk
annarra hátíða.

Leikstjórinn (fæddur 1963), Aljeandro Ganzaláles Inárritu hefur gert tvær
aðrar myndir, “21 Gramos” og “Powder Keg”.


Söguþráðurinn: Myndin byrjar á heiftarlegu bílslysi þar sem allar helstu
persónur myndarinnar koma fram. Hinsvegar hefur myndin að geyma þrjár
smásögur sem sameinast í eina heildarsögu í lokin þegar bílslysið verður.
Octavio er ungur misheppnaður maður sem er ástsjúkur útí konu bróður síns.
Bróðir hans, Ramiro er algjör hrotti sem á ekkert gott skilið. Octavio fer
að græða á tá og fingri þegar hann fer út í hundaat.

Önnur saga fjallar um ritstjórann, Daniel sem skilur við konu sína svo hann
geti búið með sýningardömunni og ofurmódeli Valeria.

Þriðja sagan fjallar um fyrrverandi glæpamann, El Chivo sem gerist
launmorðingi. Hann heillast af ungri dömu og fær síðan það verkefni að drepa
vellauðugan kaupsýslumann. Morðið á eftir að draga dilk á eftir sér.
Líf allara þessara persóna sem koma fram í sögunum þremur tvinnast saman í
blóðugum endalokum myndarinnar.

AMORES PERROS er ein blóðugasta og djarfasta mynd sem sýnd hefur á Íslandi.