<a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/3.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Red+Dragon+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>

Ár: 2002
Leikstjóri: Brett Ratner
Handrit: Ted Tally, byggt á bókinni eftir Thomas Harris
Leikarar: Anthony Hopkins, Edward Norton, Ralph Fiennes, Harvey Keitel, Emily Watson, Mary-Louise Parker, Philip Seymour Hoffman, Anthony Heald, Ken Leung, Frankie Faison
Framleiðendur: Dino De Laurentiis
Tónlist: Danny Elfman
Lengd: 124 mín
Frumsýnd á íslandi: 19/10/2002

Ég hafði mjög gaman af kvikmyndinni Manhunter eftir Michael Mann frá árinu 1986, hún sagði sögu FBI fulltrúa sem var á eftir fjöldamorðingja. Hann fékk hjálp frá öðrum fjöldamorðingja sem var læstur inní hvítum klefa því hann var illa truflaður, hann át nefnilega fórnarlömb sín, - eða plataði aðra til að éta þau. Hann hét Dr. Hannibal Lektor og var leikinn af Brian Cox. Sú mynd var byggð á mjög góðri bók eftir Thomas Harris sem hét ‘Red Dragon’, myndin átti að heita það einnig en ákveðið var að kalla hana frekar ‘Manhunter’ því að hún fókusaði mun meira á manninn sem var að elta frekar en þann sem var eltur (einnig hafði kvikmyndin Year of the Dragon floppað ári áður og enginn vildi láta nafnið hljóma eins).

Thomas Harris hafði skrifað aðra bók, ‘The Silence of the Lambs’ sem var framhald af ‘Red Dragon’. Árið 1991 var hún gerð að kvikmynd og þá lék Anthony Hopkins hinn geðtruflaða Lecter (o-ið varð að e-i). Sú mynd varð mjög vinsæl og var mikið betri en Manhunter, hún fékk líka mörg verðlaun og var augljóst að framhald mundi koma. Það kom svo loksins, Thomas Harris skrifaði bókina Hannibal og Ridley Scott gerði kvikmynd eftir henni. Myndin varð mjög vinsæl og varð aftur augljóst að það þurfti að koma framhald, en vandamálið var að Thomas Harris var ekki búin að skrifa nýja bók. En það var ekkert vandamál því að framleiðandi Hannibal, Dino De Laurentiis hafði framleitt Manhunter og átti víst ennþá réttinn til að kvikmynda bókina. Ákveðið var að búa til nýja mynd og láta Hopkins karlinn fá tækifæri til að leika Lecter aftur, hann þurfti bara 20 milljónir dala fyrir. Red Dragon varð til.

Red Dragon byrjar í Baltimore árið 1980, sálfræðingurinn Hannibal Lecter (Anthony Hopkins) er að halda matarboð eins og honum er einum líkt eftir matarboðið kemur FBI fulltrúinn Will Graham (Edward Norton) til hans. Hannibal hefur nefnilega verið að hjálpa Will í leit hans að morðingja sem gengur laus, Will fattar þá loksins hver morðinginn er en Hannibal nær þá að stinga hann vel en Will nær yfirhöndinni og Hannibal endar á hæli en Will hættir störfum. Nokkrum árum seinna er annar fjöldamorðingi komin á svæðið, hann hefur verið kallaður ‘The Tooth Fairy’ af blaðamönnum því hann skilur eftir bitför á fórnarlömbum sínum. Will Graham er þá beðin að koma aftur til starfa til að hjálpa FBI að ná honum en Will getur það ekki einn, hann þarf hjálp frá sálfræðingi nokkrum.

Það eru fáar kvikmyndir sem hafa jafn góðan leikarahóp og Red Dragon. Í henni er meðal annarra Edward Norton, Ralph Fiennes, Harvey Keitel, Emily Watson, Philip Seymour Hoffman og auðvitað Anthony Hopkins. Allt eru þetta mjög góðir leikarar sem hafa sýnt sig og sannað undanfarin ár en það vantar samt eitthvað aðeins uppá frammistöðuna hérna. Anthony Hopkins er hér að leika Hannibal í þriðja sinn og hér á hann að vera næstum 20 árum yngri en í Hannibal, reynt er að fela hrukkurnar með miklum andlitsfarða. Hopkins, sem var magnaður í Silence of the Lambs, er mjög góður hér en skaðinn sem Hannibal gerði er enn til staðar. Ralph Fiennes er góður sem Francis Dolarhyde en ég verð að viðurkenna það að Tom Noonan var betri.

Leikstjórinn Brett Ratner reynir að stæla Jonathan Demme eins mikið og hann getur, honum hefur án efa verið bannað að herma eftir Ridley Scott. Ratner nær samt engan veginn að skapa sömu stemningu og var í Silence of the Lambs.

Ok, það er augljóst að Red Dragon er frekar tilgangslaus kvikmynd, það er fátt í henni sem kom ekki í Manhunter og þarf engan snilling til að sjá að eina sem dreif framleiðendur hennar í að gera hana var peningar, en er það ekki aðallástæðan fyrir því að hlutir gerast? Ég get allaveganna ekki sagt að ég sé svolítið ánægður með þessa endurgerð því ég hafði mjög gaman af því að horfa á hana og mun án efa sjá hana aftur seinna