Mike Myers er kötturinn með höttinn Fyrsta myndin af Mike Myers sem kötturinn með höttinn eða “the Cat in the Hat” hefur verið birt á netinu. Kvikmyndin “The Cat in the Hat”, sem mun koma í bíóhús hér á landi í apríl 2004, er byggð á barnasögunni frægu eftir Dr. Seuss sem skrifaði einnig “How the Grinch Stole Christmas” en hún var gerð að kvikmynd árið 2000 og var þá Jim Carrey í aðalhlutverki.

Þegar Mike var spurður hvernig honum litist á það sem komið væri sagði hann “Not only is The Cat in the Hat my favorite children's book, it's one of the best scripts I've read in years,” “It's a huge honor to be part of a brilliant cast and a team of filmmakers dedicated to making a children's classic.” Tökur myndarinnar ættu að hefjast fljótlega. Með öðrum hlutverkum fara Alec Baldwin, Spencer Breslin (Disney's The Kid) og Dakota Fanning (I Am Sam)