Útgefandi: Mgm Home Ent.
Region: 2

Robocop, hallærislegasta nafn á mynd sem ég hef nokkurntíman heyrt. Einhverra hluta vegna tókst þó þessari mynd að verða klassík, það eru fáir sem muna ekki eftir að hafa séð þessa hér í den.
Jæja, ég var í góðum fíling á leið á Kántrýhátíð á föstudegi fyrir verslunarmannahelgina og ákvað að koma við í Smáralind. Við fengum okkur snæðing á Pizza Hut og kíktum svo af gamni í Skífuna og BT. Viti menn, þar var Robocop Trilogy á 3400kr(Guð blessi rangar verðmerkingar). Æska mín þaut framhjá mér og ég ákvað að láta þetta tækifæri ekki framhjá mér fara.

Diskur 1(Robocop Special Edition):

Möguleikinn til að horfa á hana bæði í venjulegu útgáfuni og Directors Cut. Gerð myndarinnar, eydd atriði, tveir fítusar, augýsingar… og fullt í viðbót.
Algjör snilld þessi diskur!

Diskur 2(Robocop 2):

Ekki neitt! þótt ótrúlegt sé þá er ekkert á þessum disk sem er eitthvað sniðugt… bara texti og þetta venjulega.

Diskur 3(Robocop 3):

Ekki neitt! (Sjá Diskur 2)


Gallarinir við þetta eru augljósir, þ.e. að myndir 2 og 3 eru ekki með nein special features. Og fyrir utan þetta þá er boxið frekar pirrandi. Þetta er fletti-box-dæmi sem þýðir að boxið er orðið fjórfallt stærra þegar þið náið til diskana, þó að þetta er flott getur maður orðið frekar pirraður.
En Robocop(Diskur 1) er listaverk, það er mest allt sem maður gæti viljað á DVD disk á þessu. Og svo fylgir náttúrulega ágætlega þykkur bæklingur manni til fróðleiks.

Niðurstaða:

Mynd 1 - ****
Aukaefni - ****
Söfnunargildi - ***

Mynd 2 - **1/2
Aukaefni - ekkert
Söfnunargildi - *

Mynd 3 - *1/2
Aukaefni - ekkert
Söfnunargildi - *


Til sölu hjá,
www.skifan.is
www.amazon.co.uk
www.play.com