<a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/2.gif“ width=”60“ height=”15"></a>

Af einhverjum ástæðum gleymdi ég að skrifa um kvikmyndina XXX. Ég man eftir að hafa langað til þess að skrifa eitthvað skemmtilegt um hana en ég man ekki af hverju ég gleymdi því. En núna þegar ég ætla loksins að ljúka þessu af þá er komið vandamál. Ég sá hana nefnilega í smárabíó 14. ágúst og vill ég helst skrifa um myndirnar meðan þær eru ferskar í huganum. Ég hefði átt að drífa þetta af þegar hún var frumsýnd einhvern tíman í september en núna hefnist manni fyrir gleymskuna.

Allaveganna hér kemur eitthvað, sem er stundum betra en ekkert.

Það hafa ‘fæðst’ of margar hasarhetjur í ár. Ekki það að ég sé eitthvað á móti hasar hetjum en ég hef séð of margar auglýsingar sem lýsa þessu yfir ‘Ný hasar hetja er fædd/Ný tegund hasar hetja’ er fædd og svo framvegis. Þessar línur hef ég heyrt yfir t.d. Stúart Litla 2 og XXX. En XXX gekk skrefi lengra en allar aðrar, hún fæddi ekki bara nýja hasar hetju heldur fæddi hún hasar hetju sem á að taka við af James Bond, einni elstu hasar hetju kvikmyndasögunnar! Ég hef reyndar meira álit á að Stúart Litli taki við af James Bond heldur en Xander Cage úr XXX.

Varúð Spoilerar fyrir alla sem hafa ekki séð eina einustu James Bond kvikmynd!

Xander Cage (Van Diesel) er algjör töffari og mikill hetja allra 12 ára krakka. Hann stelur t.d. bílum, sprengir þá upp og tekur allt upp á vídeó, vá! Einn deginn kemur Samuel L. Jackson til hans, man ekki hvað hann hét í myndinni við skulum bara kalla hann ‘M’. ‘M’ vill að hann njósni fyrir bandaríkin og í staðinn fer hann ekki í fangelsi. Xander ákveður að samþykkja það. Hann fær fullt af vopnum frá, æji man ekki hvað hann hét, köllum hann ‘Q’. Xander fer svo til Prague þar sem hann hittir vondakarlinn Yorgi (Marton Csokas) og vondukonuna sem hjálpar honum á endanum, Yelena (Asia Argento). Plottið hans Yorga er að drepa alla með efnavopnum og standa einn sem allra mestur en auðvitað nær Xander og Yelena að stöðva hann. Frumleikinn er að drepa þessa kvikmynd.

Það skemmtilega við myndina er hve hún nær að herma ótrúlega mikið úr ótrúlega mörgum af James Bond myndunum. Við erum með brot úr Thunderball, On Her Majesty's Secret Service, Diamonds Are Forever, The Spy Who Loved Me, For Your Eyes Only, A View to a Kill, Licence to Kill, GoldenEye og Tomorrow Never Dies! Það ótrúlegasta er að miðað við hve mikið var stolið úr öllum þessum frekar góðu myndum þá nær hún að vera svona ótrúlega leiðinleg!

Það gæti vel verið að sá sem hefur bara séð nokkrar James Bond myndir muni finnast þetta allt voða flott en fyrir fólk eins og mig, fólk sem hefur séð allar James Bond myndirnar oftar en einu sinni, er þetta allt frekar gamalt. Þetta minnti mig reynar allt mjög mikið á McBain kvikmyndirnar sem við sjáum stundum brot af í The Simpson þáttunum, vandamálið er að þar á þetta að vera fyndið.

Þetta er eiginlega svona eins og öll bestu Monty Python yrðu tekin og gerð að kvikmynd. Nema í staðinn fyrir John Cleese, Eric Idle, Michael Palin og alla þá, væru frekar hæfileikalausir og ófyndnir grínistar. Hver mundi vilja horfa á það?