Mr. Deeds <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/2-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Mr. Deeds+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>

Endurgerðir eru aldrei vinsælar meðal gagnrýnanda, sérstaklega ekki þegar verið er að endurgera klassíska kvikmynd (Psycho). Ég hef ekki séð kvikmyndina hans Frank Capra, Mr. Deeds Goes to Town svo að ég get ekki borið hana saman við nýju endurgerðina af henni Mr. Deeds. Reyndar held ég að það hafi ekkert alltof margir séð hana, miðað við hve mörg atkvæði hún hefur fengið á imdb.com, og er ég nokkuð viss um að þeir sem hafa séð hana eru ekki í markaðshópnum fyrir Adam Sandler kvikmyndir.

Adam Sandler leikur Longfellow Deeds, eiganda pizzustaðs í Mandrake Falls, New Hampshire. Draumur hans er að fá Hallmark til þess kaupa kveðjukort af honum, en hann semur alltaf nokkur á mánudögum. Einn daginn fær hann heimsókn frá viðskiptajöfrunum Chuck Cedar (Peter Gallagher) og Cecil Anderson (Erick Avari). Þeir segja honum frá því að Deeds eigi frænda, og að hann hafi dáið en hann hafi arfleitt honum 40 milljörðum dala. Deeds tekur þessu ekkert alltof alvarlega og heldur áfram að bera út pizzurnar sínar en hann fellst samt á það að koma til New Yorks og skrifa undir nokkur skjöl.

Í New York kynnist hann mörgum skemmtilegum persónum; tenniskappanum John McEnroe, rímmeistaranum séra Al Sharpton, einkaþjóninum sínum Emilio Lopez (John Turturro) og auðvitað henni Pam Dawson (Winona Ryder) sem þykist vera skólahjúkka frá smábæ enn er í raun fréttakonan Babe Bennett og er í fyrstu aðeins að reyna að komast að leyndarmálum Deeds en verður svo yfirsig ástfanginn af honum.

Mr. Deeds er frekar týpísk Adam Sandler kvikmynd, sem þarf ekkert að vera svo slæmt. Ég hef alltaf haft svolítið gaman af myndunum hans, þá helst Happy Gilmore og The Wedding Singer en margar aðrar eru fínar líka. Eitt það skemmtilega við myndirnar hans er að sjá leikaranna sem eru oft þeir sömu og hafa verið í ótal öðrum myndum með Sandler. Steve Buscemi leikur ‘Crazy eyes’ (hefur verið í 5 myndum með Adam), Rob Schneider leikur Nazo úr Big Daddy (4), Allen Covert (10), Peter Dante (5), Tim Herlihy (4) og Blake Clark (3).

Það sem skemmir svolítið fyrir Mr. Deeds er hvað hún er yfirdrifinn á köflum, þá ekki grínið heldur tónlistin, þegar smá dramatík kemst í atriði þá lætur Teddy Castellucci sinfóníuna í botn og heldur ekkert aftur sér, sem getur verið pirrandi.

Það vita auðvitað allir sem hafa séð tvær eða fleiri Adam Sandler myndir að Adam er ekki leikari sem má búast við Óskarsverðlauna tilnefningu. Hann viðurkennir alveg að hann sé að leika sömu persónuna aftur og afutr í hverri einustu mynd sem hann kemur nærri. Stundum breytir hann aðeins til og lætur persónuna vera smámælta eða með einhvern málgalla (The Waterboy), stundum er persónan mjög reið (Happy Gilmore), stundum er hún voða heims (Billy Madison) en hvort sem persónan heitir Nicky, Billy, Happy, Davey, Barry, Sonny, Robbie eða Louie, þá er þetta allt sama persónan. En ef maður hefur gaman af þessari einu persónu þá hefur maður gaman af þessu öllu.