Signs <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/4.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Signs+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>

Greinin gæti innihaldið spoilera
Mér hefur alltaf verið illa við geimverur, það eru svo mikil læti í þeim. Annað hvort eru þær að sprengja upp höfuðborgir eða þær eru að taka fólk upp í geimskipin sín og rannsaka það með allskyns tækjum. Það hafa jú verið margar góðar geimverur, E.T. vildi engum mein, ekki heldur Yoda eða þessar úr Close Encounters of the Third Kind. Það er aðallega útlitið sem hefur fríkað mig svolítið út, ekki þetta skemmtilega útlit eins og þær hafa í Star Wars heldur útlitið sem fólk sem segist hafa séð þær lýsa. Litlar mjóar hvítar verur með stór grá augu. Ég er ekki mikið fyrir að horfa á svoleiðis geimverur, ég spóla til dæmis stundum framhjá því atriði í Close Encounters. Þetta gæti verið ástæðan fyrir því að mér þótti Signs svona ótrúlega spennandi og af hverju ég var spenntur, hálf hræddur kannski, nær allan tímann sem myndin var. Ég hef ekki verið eins spenntur/hræddur yfir mynd síðan Jurassic Park árið 1993.

Leikstjórinn, M. Night Shyamalan, veit nefnilega svolítið sem fáir leikstjórar vita af, eða vilja vita af. Það er ekki skrímslið sjálft sem er ógnvekjandi heldur biðin eftir því, minna er meira. Steven Spielberg vissi þetta vel þegar hann gerði Jaws og hún er talin vera ein besta mynd sem gerð hefur verið, ef hákarlinn hefði verið alltaf á skjánum þá efast ég um að hún hefði heppnast eins vel og raun ber vitni. Shyamalan gerir eins með geimverurnar, við sjáum þær næstum ekkert í allri myndinni, bara brot af þeim; fótur í korninum, hönd undir hurð og smá grænt á sjónvarpsskjá. Það er ekkert verið að nota tæknibrellur endalaust því að mikill hluti spennunnar er að bíða eftir hvenær við fáum að sjá geimveruna, og hvernig hún lýtur út. Ef við hefðum vitað það hefði maður ekki verið eins spenntur.

Söguþráðurinn sjálfur er kannski ekki sá frumlegasti; Mel Gibson leikur séra Graham Hess, ekkill sem missti trúna og hefur séð um börnin sín tvö Morgan (Rory Culkin) og Bo (Abigain Breslin með hjálp frá bróður sínum Merrill (Joaquin Pheoenix) síðan að konan hans dó fyrir sex mánuðum. Þau búa í litlum sveitabæ í Pennsylvaniu, þar sem þau rækta maís. Einn morguninn vaknar Graham við það að börnin hans tvö hafa fundið eitthvað í maísnum, stóra hringi. Þegar litið er á þá að ofan eru hringirnir merki, en merki fyrir hvað? Þessari spurningu er svarað fljótt og svarið er ekki beint það notalegasta.

Geimverur eru komnar, en spurningin er hvernig geimverur? Má jörðin búast við Close Encounters verum eða kannski eitthvað meira í líkindum við Independence Day? Við fáum ekkert að vita það frekar en persónurnar í myndinni.  Geimskip hafa sést og hringir hafa myndast um allan heim en enginn veit hvernig framhaldið verður. Það er líka ekkert verið að horfa svo mikið á umheiminn í Signs, jú persónurnar sitja agndofa á meðan þau fylgjast með fréttunum í sjónvarpinu en myndin er aðallega um persónurnar og hvernig þær takast á við þessari innrás.

Shyamalan hefur núna tekið á nokkrum dularfullum hlutum í seinustu myndum sínum; draugum í The Sixth Sense, ofurhetjum í Unbreakable, talandi dýrum í Stuart Little og núna geimverum í Signs. Mér skilst að hann ætli að halda áfram með þessa þemu, að gera fleiri myndir um það óútskýranlega og ég get sagt fyrir mig að ég bíð spenntur eftir næstu mynd hans, hvernig sem hún kann að verða.