Robert De Niro gerist lífvörður Næsta mynd leikarans mikla Robert de Niro verður leikstýrt af bróðir Ridley Scott, Tony.

Myndin mun heita Man on Fire og munu tökur hefjast á næsta ári.

De Niro mun leika Creasy, útbrunninn málaliða sem gerist lífvörður ungrar dóttur ítalsks manns. Hefur hann fundið nýja köllun til að verja mannslíf þangað til eitt ótrúlegt gerist - þá breytist Creasy í þessa hræðilegu drápsmaskínu sem hann var þjálfaður sem.

Sagan sjálf er athyglisverð en vonandi nær Scott að gera góða mynd úr þessu. Hann á nokkrar góðar að baki, ss. Spy Game, Crimson Tide, Days of Thunder, Beverly Hills Cop II og Top Gun. Hálfgerður ‘block-buster’ leikstjóri. Skáldsagan er saga sem Tony Scott hefur verið að þróa í næstum því 20 ár. Bókin sjálf er eftir A.J. Quinell.

Vonandi verður þetta betri mynd heldur en þegar Scott og De Niro tóku síðast saman, þá var útkoman The Fan. Nafnið sjálft segir nóg um ‘gæði’ myndarinnar.