M. Night að leikstýra Harry Potter? Leikstjóri myndanna The 6th Sense og Unbreakable, M. Night Shyamalan, lýsti því yfir á dögunum að hann hefði getað leikstýrt fyrstu kvikmyndinni um galdrastrákinn Harry Potter, The The Philosopher's Stone, en hann hafnaði því.

Hann ákvað að gera hana ekki því hann var byrjaður að vinna að nýjustu mynd sinni, Signs, með Mel Gibson.

Auk þess segir M. Night að gera Harry Potter myndina hefði verið of stór skuldbinding.

Það hefði verið gaman að sjá hvernig Harry Potter myndirnar hefðu þróast ef M. Night hefði tekið þær að sér. Þær hefðu líklega ekki orðið eins fjölskylduvænar og ætla mætti.