"Verstu" kvikmyndir allra tíma? Glansblaðið Bandaríska Maxim gaf á dögunum út lista yfir 50 ‘verstu’ kvikmyndir sem gerðar hafa verið. Að þeirra sögn hafa lesendur blaðsins kosið þessar myndir, þar á meðal Batman & Robin í fyrsta sæti. Með kvikmyndir einsog Moulin Rouge!, The Thin Red Line, The Sound of Music, The English Patient, Sleepless in Seattle, When Harry Met Sally, Erin Brockovich, A View to a Kill og The Godfather Part III, get ég auðveldlega sagt að þetta er lélegasti listi yfir ‘verstu kvikmyndir sem gerðar hafa verið’ sem ég hef nokkurn tíman séð og vona að lesendur blaðsins Maxims munu halda sér langt frá bíóhúsum og gefi aldrei í ljós skoðun sína á kvikmyndum aftur.


Ef þið viljið sjá allan listann þá er hann hér:
http://www.maximonline.com/entertainment/articles/article_4706.html