Jurassic Park III Fyrirgefið hvað það hefur liðið langur tími síðan ég kom síðast með mynd, en það hefur verið lítið um almennilegar útgáfur. En hérna kemur ein ágæt.

Þessi ræma er sú þriðja í seríunni um risaeðlurnar lífsseigu og í þetta sinn er Dr. Alan Grant með í för.. óviljugur. Hann er fenginn í för með tveimur hjónum í leit að syni sínum sem týndist á eyjunni fyrir tveimur vikum (og hann átti að hafa lifað þær af). Myndin sjálf er ekki svo alslæm, en kemst ekki með hælana þar sem JP1 var en er þó betri en JP2. Myndin er nokkuð hröð, flott og ágætlega spennandi.

DVD diskurinn inniheldur smá aukaefni.
Þá er ég núna að tala um R1 diskinn.

*Í fyrsta lagi er það “audio commentary” frá tæknibrelluliðinu, ekki leikstjóranum.
*Svo er þáttur um gerð myndarinnar.
*Fjallað verður um nýju risaeðlurnar.
*Sýnisferð um Stan Winston stúdíóið.
*Einhverjar sýningar á rosalegri tölvugrafík.
*Sjáðu 12 risaeðlur í fullkomnri þrívídd.
*Behind the Scenes/Bak við tjöldin
*Söguborðið
*Slástu í för með Jack Horner, fornleifafræðingi í risaeðlugrefri eins og þú hefur aldrei séð áður.

Hljóðin eru nokkuð fjölbreytt.
*Enska - Dolby Digital 5.1
*Enska - DTS 5.1
*Franska - Dolby Digital 5.1
*Commentary - Dolby Digital 2.0 (Stereo)

Textarnir verða nú ekki margir eða enska og spænska.
Og myndin verður 1.85:1. En það er einnig hægt að fá 1.33:1.

Jurrasic Park III fær 2/4 hjá mér.