The Abandoned er ein af níu hrollvekjum sem teknar voru til sýningar á After Dark Horrorfest árið 2006 sem Lionsgate, Freestyle og After Dark Films halda og ber titilinn “8 Films To Die For”(þrátt fyrir að myndirnar hafa verið 9). Þetta er ekki kvikmyndahátíð eins og venjulegar hátíðir heldur voru teknar 9 hrollvekjur sem voru gerðar fyrir video og hresst upp á útlitið á myndunum svo þær litu út eins og myndir sem hefðu verið gerðar fyrir kvikmyndarhús. The Abandoned er fyrsta myndin sem ég sé af þeim myndum sem voru sýndar á After Dark Horrorfest og ég var mjög ánægður með útkomuna.

Myndin segir frá Rússneskri konu sem var ættleidd til Bretlands og þaðan flutti hún svo til Bandaríkjanna. Dag einn fær fréttir af því að barnsfaðirinn hennar hafi dáði og hún eigi að koma til Rússlands til að taka á móti arfinum sem hann skyldi eftir. Þegar hún kemur til Rússlands fara skrítnir atburðir að ske sem leiða hana til hússins sem hún ólst upp í og þar eru draugar fortíðar eru enn á kreiki.

Ég er ekki mikill aðdáandi af draugamyndum enda finnst mér flestar þeirra misheppnast alveg hryllilega og auk þess sem draugamyndir eiga oft erfitt með að halda upp spennu út myndina. Í þessari mynd er annarri nálgun beitt sem gerir það að verkum að myndin verður áhugaverð og skemmtilegari en aðrar draugamyndir. Sagna er góð en útfærslan nær ekki alveg að fylgja eftir og maður klórar sér nokkrum sinnum í hausnum þegar einfaldir hlutir verða flóknir þegar þeir þurfa þess ekki. Myndin nær þó að klóra sig út úr þeim flækjum sem myndast svo maður missir ekki alveg trúna á myndinni.

Leikurinn í myndinni er góður. Mest öll myndin er á milli tveggja leikara og þau ná mjög vel saman í myndinni og ná oft á tíðum að hífa upp slæmu kaflana hjá hvor öðru. Leikurinn er líklega það besta í þessari myndir og það er kannski helst vegna þess að myndin fjallar um kall og konu sem eru kominn á miðjan aldur og því þarf leikara sem eru á miðjum aldri til að leika þessi hlutverk. Ef myndin hefði snúist um tvo unglinga þá er ég ekki svo viss um að myndin yrði eins góð því þá þyrfti unga leikara í hlutverkin og þeir hafa ekki eins mikla reynslu og þeir eldir.

Þrátt fyrir að það sé búið að breyta myndinni þannig að hún líti út fyrir að vera fyrir kvikmyndahúsin þá sést það oft í myndinni að þetta er ódýr sjónvarpsmynd. Sviðsmyndin er til dæmis alls ekki í samræmi við söguna því ef vel er að gáð þá sést hvar myndin er tekin upp. En myndin er tekin upp í borginni Sofia í Búlgaríu þar sem öll helstu kennileiti borgarinnar sjást í myndinni. Og til að gera þetta enn betra þá töluðu heimamenn í myndinni búlgörsku en ekki rússneska þó að myndi eigi að gerast í Rússlandi.

Þrátt fyrir marga galla í myndinni þá er þetta alls ekki slæm mynd. Hún nær að byggja upp góða spennu og halda henni út alla myndina og það besta við myndina er að þetta er ekki Hollywood hryllingsmynd og því er ekki farið eftir neinni ákveðinni formúlu í myndinni sem bíður upp á mjög óvænta atburðarás sem maður sér ekki alltaf fyrir. **1/2/****

Trailer

Mynd 1 - Mynd 2
Helgi Pálsson