The Messengers(2007) Leikstjóri: Oxide Pang Chun og Danny Pang
Handrit: Mark Wheaton og Todd Farmer

The Messengers bíður í raun upp á það sem maður bjóst við frá upphafi. Frekar slappa hrollvekju. Myndir er reyndar ekki alveg vonlaus og oft koma tækifæri til að bjarga myndinni en aldrei eru þau tækifæri nýtt.

Myndin segir frá fjölskyldu sem ákveður að flytja í hús upp í sveit til að rækta Sólblóm. Án þess að nýju íbúarnir viti, þá á húsið dökka fortíð og gamlir draugar sem eru ekki enn tilbúnir að leggjast til hvílu sem biða íbúanna.

Uppbyggingin í myndinni er áget og fyrstu 30 mínúturnar af myndinni eru áhugaverðar og lofa góðu en eftir því sem líður á myndina þá verður hún alltaf þynnri og þynnri og fer að virka eins og menn hafi í raun ekki mátt vera að klára myndina og því ákveðið að henda einhverju saman. Og fyrir vikið missir myndin allan trúverðuleika og endirinn á þessari mynd er líklega einn sá allra slappasti endir sem ég hef séð lengi.

Handritið í myndinni fylgir alveg sögunni í myndinni. Uppbyggingin lofar góðu og áhugaverðar persónur eru kynntar til sögunar. En svo þegar líður á myndina þá verða gloppurnar í handritinu alltaf sífellt fleiri og augljósari og fljótlega missir maður áhuga á að fylgja sögunni. Þegar maður sér hvað handritið bíður upp á lítið þá er kannski lítið hægt að búast við af leikurunum í myndinni. En nokkrir leikaranna þarna eru svona “semi”-frægir og maður þekkir þá úr sjónvarpsseríum og litlum hlutverkum í öðrum myndum. En það má segja um alla leikarana í myndinni að þeir hafi nú átt betri dag en í þessari mynd. Kannski fyrir utan John Corbett, en hann er ljósið í myrkrinu í þessari mynd í hópi slappra leikara og má segja að hann sé senuþjófur myndarinnar. Ef hann hefði fengið stærra hlutverk í myndinni þá hefði hann kannski geta dregið hana upp í meðaltalið en því miður þá kemur hann voðalega lítið fyrir í myndinni.

Brellurnar eru ágetar í myndinni og draugarnir í myndinni líta bara ágetlega út og virka á köflum ógnvekjandi. Myndin notast við þessa asísku útgáfu af draugum en ég verð nú að viðurkenna að ég er farinn að sakna nokkuð vestrænu drauganna þar sem asísku draugarnir virðast vera búnir að taka yfir amerískan draugamarkað út af því að nokkrar asískar draugamyndir slógu í gegn. En það eru kannski breytingar í væntum þar sem hrollvekjan 1408 slóg í gegn í kvikmyndahúsum núna nýverið í Bandaríkjunum en sú mynd notast einmitt við vestræna drauga.

En í heildina er þetta slöpp hryllingsmynd sem hefði geta orðið svona þokkaleg ef ekki hefði verið fyrir svona hryllilega slappt handrit og vægast sagt hörmulegan endir. */****


Trailer

Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3 - Mynd 4
Helgi Pálsson