The Host(Gwoemul)(2006) Leikstjóri: Joon-ho Bong
Handrit: Chul-hyun Baek, Joon-ho Bong og Won-jun- Ha

Um leið og ég sá trailerinn af The Host þá vissi ég að þetta ætti eftir að verða góð mynd og úr því rættist. Myndinni hefur reyndar verið lofað svo mikið af gagnrýnendum að það gæti gefið of miklar væntingar áður en maður sér þessa mynd. M.a. er þessi mynd 92% fersk á rottentomatoes.com. Það þarf auðvita ekki að spyrja af því en þegar myndir slá svona óvænt í gegn frá öðrum stöðum en í Bandaríkjunum þá eru mennirnir í Hollywood fljótir að átta sig á hlutunum og nýjustu fréttir herma að Michael Bay sé búinn að kaupa sýningarréttinn af myndinni og að hann hyggur á að endurgera hana innan 3 ára fyrir bandarískan markað.

Myndin segir frá fátækari fjölskildu sem byr við Han River ánna sem rennur í gegnum Seoul í Suður Koreru. Dag einn skríður upp úr ánni risastórt skrímsli sem ræðst á borgarbúa etur þá einn af öðrum.

Þessi mynd minnir mikið á hryllings- og skrímslamyndir frá 1960-70 þegar myndir eins og Godzilla voru gríðarlega vinsælar. Eins er ákveðin pólitísk ádeila í gangi í myndinni. En þeir sem hafa fylgst með málum í Suður Kóreu eru fljótir að átta sig á þessari ádeilu sem er í gangi og vita um hvað hún snýst. Svo myndin bíður í raun upp á allt það sem gömlu myndirnar gerðu í þessum flokki kvikmynda, nema bara í nýrri uppfærslu og með nýtt og flott skrímsli í aðalhlutverki.

En þrátt fyrir allt það lof sem þessi mynd hefur fengið þá er hún ekki nálagt því fullkominn. Heldur er það þessi ferski blær sem blæs um hana sem gerir hana svona áhugaverða. Þó maður sjái augljóslega undir hvaða áhrifum þessi mynd er þá hefur hún samt þennan ferska blæ með sér og sökum þess að svona myndir sem hafa verið vel gerðar hafa ekki komið út í langan tíma gerir hana ferska.

Allir leikararnir í myndin eru nánast óþekktir og frammistaðan þeirra í myndin er líka mjög góð. Handritið er gott en hefur þó reyndar nokkrar gloppur í sér en ekkert sem maður tekur augljóslega eftir. Leikstjórnin er líka góð þó finnst mér að það hefði mátt draga aðeins úr því að sýna hversu miklir klaufar fólkið í myndinni er. En reyndar var líka mikill klaufaskapur á skrímslinu í myndinni sem var sífellt að detta um sjálfan sig. Sem mér fannst reyndar alveg frábært, því lífvera sem væri með þessi stærðarhlutföll eins og skrímslið ætti líklega erfitt með að halda jafnvægi þegar það stæði á löppunum.

Brellurunar í myndinni voru að mestu leiti góðar líka. Skrímslið lítur vel út og það er ekkert verið að fela það. Við fáum að sjá nóg af því og það er mjög flott. En reyndar undir lokinn tók ég eftir smá göllum í brellunum og það fór smá í taugarnar á mér því brellurnar framan af höfðu verið nánast gallalausar.

En í heildina er þetta fersk og góð mynd sem á skilið alla þá athygli sem hægt er að fá. Líklega besta myndin frá Suður Kóreu árið 2006. Allavega af þeim sem ég hef séð. Og alveg tímannalaust ein af betri skrímslamyndum sem hafa verið gerðar. ****/****

Trailer

Mynd 1Mynd 2Mynd 3Mynd 4
Helgi Pálsson