Silent Hill(2006) Leikstjóri: Christophe Gans
Handrit: Roger Avary

Silent Hill kom mér nokkuð þægilega á óvart þegar ég sá hana. Það hafi kannski eitthvað með það að gera að ég vissi í raun ekki hvernig mynd ég væri að fara horfa á þegar ég byrjaði á henni. Ég taldi mig vera fara horfa á lélega draugamynd sem væri byggð á einhverjum tölvuleik sem ég vissi ekki að væri til fyrr en ég vissi að þessi mynd væri í framleiðslu. En eftir að ég var búinn að horfa á hana þá er ég ekki frá því að þessi mynd sé meðal þeirra betri hryllingsmynda sem ég hef horft á á þessu ári.

Sagan segir frá lítilli stelpu sem fær furðulegar martraðir og gengur þar af auki í svefni. En í þessum draumum sínum dreymir henni um lítinn fjallabæ sem heitir Silent Hill. Móðir stúlkunnar ákveður því dag einn að fara með dóttur sína til Silent Hill til að gá hvort það geti stoppað martraðirnar og svefngönguna hjá dótturinni. Þessi ferð á eftir að reynast þeim dýrkeypt þar sem í Silent Hill bíða þeirra ill öfl.

Myndin byrjaði alveg eins og ég bjóst við að myndin yrði. Draugaleg mynd þar sem reynt væri að byggja upp ótta á því sem við getum ekki séð. Nema þegar leið á myndina þá fóru allt í einu hin furðulegustu skrímsli að birtast á skjánum í staðinn fyrir draugana sem ég var alltaf að bíða eftir og þá fyrst fór ég að gera mér grein fyrir því að hugmyndirnar mínar um þessa mynd voru allt aðrar en það sem myndin var í raun um. Svo hún kom mér nokkuð í opna skjöldu, og það er ekki oft í dag þar sem maður sér mynd sem er eitthvað allt annað en maður bjóst við og er þar að auki góð.

Handritið í myndinni er frekar klisjukennt og ég er ekki frá því að ef ég hefði í raun vitað um hvað myndin væri þegar ég byrjaði að horfa á hana þá hefði ég geta séð allt fyrirfram sem skeði í myndinni en þar sem myndin kom mér svona þægilega á óvart þá var ég ekkert að hugsa um það hve augljóst handritið væri og leyfði mér bara að njóta myndarinnar.

Silent Hill bærinn er allur í þykkri þoku alla myndina. Fyrst finnst manni þetta hálf lélegt og virkar eins og kvikmyndagerðamennirnir séu að reyna fela slappa sviðsmynd hjá bíómynd sem kostaði um 50 milljónir dollara. En svo þegar ástæðan fyrir þokunni kemur í ljós þá skilur maður tilganginn með henni. En allar brellurnar eru líka vel gerðar sem og skrímslin sem birtust í myndinni sem komu mér svona skemmtilega á óvart. Svo hvað varðar brellurnar þá eru þessar 50 milljónum vel varið í þær.

Leikarahópurinn er svona þokkalegur. Sean Bean er sá leikari sem stelur senunni í myndinni og virkar ótrúlega trúverðugur í myndinni. Restin af leikurunum eiga ágetan dag. Reyndar má segja að margir eiga mjög góða leiki þarna munað við leiklistarhæfileikana sína en eru bara ekki betri en það sem sést í myndinni svo þeirra leikur fellur vel við hryllingsmyndir. Svona hæfilega sannfærandi.

En í heildina kemst þessi mynd í hóp meðal betri hryllingsmynda sem gerða hafa verið og aðstaðendur myndarinnar geta verið stoltir af því sem þeir gerðu við þessa mynd. ***/****

Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3 - Mynd 4

Trailer
Helgi Pálsson