Bubba Ho-Tep(2002) Leikstjóri: Don Cascarelli
Handrit: Joe R. Lansdale og Don Cascarelli

Þessi stórskemmtilega hrollvekja segir frá þeim Elvis Presley(Bruce Campbell) og John F. Kennedy(Ossie Davis) sem eru komnir til ára sinni og búa á elliheimili í Texas. Kvöld eitt gera þeir sé grein fyrir því að 2000 ára gömul múmía hefur komið sér fyrir nálægt elliheimilinu og kemur inn á heimilið á næturnar til að stela sálum íbúanna. Elvis og JFK ákveða því að reyna ráða niðurlögum múmíunnar sem gengur um á göngum elliheimilisins í kúrekastigvélum og með kúrekahatt á sér.

Þegar maður les um söguþráð myndarinn þá getur maður ekki ímyndað sér að það sé eitthvað var í þessa mynd en hún kemur svona skemmtilega á óvart og þegar uppi er staðið þá er myndin virkilega góð. B-mynda kóngurinn Bruce Campbell fer gjörsamlega á kostum í myndinni sem háaldraður Elvis sem veltir því fyrir sér hvað hafi orðið um æskuna sína á meðan hann bíður eftir því að deyja. Ossie Davis er engu síðri en Campbell í myndinni og nær að túlka persónu sýna, sem er ofsóknabrjálæður fyrrum forseti sem búið er lita svartan og stela hluta úr heilanum hans og setja sand í staðinn, frábærlega. Og má segja það um alla leikaranna í myndinni að þeir sýni virkilega góðan leik.

Handritið af myndinni er byggt á bók sem heitir “The King Is Dead: Tales of Elvis Post-Mortem”. JFK var ekki í bókinni en var bætt við í myndinni. Svo hefur handritið af myndinni fengið verðlaun nánast allstaðar þar sem það hefur fengið tilnefningu. Handritið er líka vel af því komið enda er það virkilega gott. Í raun alveg ótrúlega gott og þrátt fyrir hæga og rólega atburðarás, þá er myndin alltaf áhugaverð og skemmtileg.

Don Coscarelli leikstýrir þessari mynd líka mjög vel og nær að byggja upp drungalega stemmingu á elliheimilinu og halda uppi spenni þegar við á og svo koma með góða brandara á réttum tímapunkti. Auk þess sem myndataka í myndinni er góð og hröðum klippingum er beitt rétt. Ekki eins og í mörgum myndum þar sem hröðum klippingum er beitt bæði á vitlausum tíma og allt of mikið.

Þetta er ekki brellumynd en það eru nokkrar brellur þarna og ég var nú ekki alveg sáttur við það sem var í myndinni. Brellurnar gefa myndinni reynda svona hrátt útlit. Svona eins og maður væri að horfa á hryllings mynd frá áttundaáratugnum sem er auðvita ekki svo slæmt. En þetta passaði illa inn í myndina þar sem hún var ekki í þessum ’80 stíl. Þetta var það eina sem ég var ekki nógu sáttur með í myndinni.

Svo má geta þess að byrjað er á að gera framhald af þessari mynd og mun hún heita “Bubba Nosferatu: Curse of the She-Vampires” og er hún væntanleg upp úr 2008.

***1/2 / ****

Trailer

Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3 - Mynd 4
Helgi Pálsson