Near Dark (1987) Leikstjóri: Kathryn Bigelow
Handrit: Kathryn Bigelow og Eric Red


Near Dark ein af betri vampíru myndum sem hafa verið gerðar en það sniðuga við þessa mynd að í upphafi var hún alls ekki hugsuð sem hrollvekja, eða hvað þá vampíru mynd. Heldur átti myndin að vera vestri. Kathryn Bigelow vildi gera annarskonar vestra en þær myndir sem höfðu hingað verið gerðar. Á meðan verið var að skrifa handritið var svo ákveðið að tengja myndina við annan flokk kvikmynda og urðu vampírur fyrir valinu.

Myndin segir frá sveitastráki, Caleb Colton, í Texas sem hitir myndalega stelpu kvöld eitt og fer að reyna við hana en hann hefur enga hugmynd um að hún sé vampíra. Áður en kvöldið er liðið hefur hún bitið hann og honum verið rænt af fjölskildu stelpunnar. Allir í fjölskyldunni eru vampíru og keyra þau á milli bæja og ræna og drepa alla þá sem verða á vegi þeirra. Núna þarf Caleb að læra að drepa til að lifa af ásamt því að vera á stanslausum flótta undan lögreglunni sem eru að elta vampíru fjölskilduna.

Handritið í myndinni er gott og næstum gallalaust en það koma nú samt kaflar inn á milli þar sem maður skyldi ekki alveg hvernig hlutirnir ganga upp. Leikurinn er líka í toppi enda fullt af góðum leikurum í myndinni og snillingurinn Bill Paxton er örugglega eini leikarinn sem hefur tekist að leika í topp myndum í sínum flokkum. The Terminator í Sci-Fi, Aliens í hryllingsmyndum, Near Dark í vampírumyndum. Hann á toppmyndir í öllum flokkum og það er ótrúlegt að hann skuli enn vera bara b-mynda leikari.

Sagan í myndinni bíður líka upp á aðra hlið á vampíru lífinu. Við fáum að fylgjast með fjölskildu Caleb Colton að reyna átta sig á því hvað hafi orðið um hann og þeirra tilrauna til að finna hann aftur. En í flestum vampíru myndum hefur þessi þáttur verið skilinn eftir. Ekki er mikið um tæknibrellur í myndinni enda þarf þess ekki í raun því myndin er frekar einföld og er byggð upp sem vestri nema bara með vampírum í nútímasamfélagi. En mér fannst tónlistinni í myndinni líka vera góð og var hún alveg fullkominn fyrir svona mynd.

Myndin varð fljótlega “Cult” fyrirbyrgði og á stóran aðdáenda hóp í dag. Myndin hefur líka staðist tíman mjög vel og er hægt að horfa á hana í dag og halda að um sé að ræða alveg nýja mynd. Og eins og fylgir góðum hryllingsmyndum þá þarf Hollywood að endurgera þær og er áætlað að endurgerð af þessari komi í kvikumyndahúsin vestanhafs einhvertímann á árinu 2008.

***/****

Trailer


Mynd 1Mynd 2Mynd 3Mynd 4
Helgi Pálsson