Memento Þú færð ekki neina gagnrýni frá mér um myndina nema þessa, annars væri ég að spilla myndinni fyrir þér.

Þessi mynd er ógurlega frábær að öllu leyti. Söguþráðurinn er magnaður, leikurinn mjög fínn og handritið einstakt.

Leonard Shelby leitar að morðingja konu sinnar. Hann varð fyrir slysi þegar hann var að verja konu sína, rotaðist og missti skammtímaminnið. Hann verður því að muna eftir ljósmyndum og tattúum.

Meira segi ég ekki nema sagan er sögð aftur á bak.
Hitt verður þú að sjá og skilja sjálfur.

Myndin fær fullt hús hjá mér og hjá flestum gagnrýnendum almennt fær hún yfirburða góða einkun.

Myndin er frá Columbia-TriStar, það voru eimmitt þeir (og fl.) sem ætla að hafa þetta RCE. En það er ekki alveg ljóst hvort það verður með þennan disk.

Lítið er nú um aukaefni á þessum blessaða disk, einn skitinn trailer, og eitthvað lítið audiocommentary frá Guy Pearce (Leonard).

Hljóðið er náttúrlega Dolby Digital 5.1 og Dolby Digital 2.0 Surround. Og textarnir (subtitles) eru enska og spænska.