In the Mouth of Madness(1995) Leikstjóri: John Carpenter
Handrit: Michael De Luca

Ég horfði á þessa mynd núna fyrir stuttu í fyrsta skiptið í 10 ár. Í minningunni var þessi mynd alveg rosaleg óhuganleg og eftir að ég horfði á hana núna aftur þá er nú enn alveg rosaleg óhugnaleg. Mér brá hvað eftir annað þó ég vissi hvað væri að ske næst og þó ég vissi alla söguna þá náði hún samt að byggja upp mikla spennu hjá mér. Hingað til hefur það bara verið Alien serían og The Thing sem hafa náð að byggja upp svona mikla spennu hjá mér þó ég horfi á þær aftur og aftur. Þessi er greinilega í þeim hópi líka.

Myndin segir frá einkaspæjaranum John Trent (Sam Neill) sem er ráðinn til að finna rithöfundinn Sutter Cane sem virðist hafa horfið af yfirborði jarðar og koma með hann til baka eða nýjustu söguna sem hann var að vinna við þegar hann hvarf. Leit Trents af Cane dregur hann svo í lítinn smábæ sem ekki er allt á feldu í og fljótlega gerir Trent sér grein fyrir því að í þessum bæ er upphafði af endalokum mannkynsins að byrja.

Þessi mynd hefur nánast allt sem hryllingsmyndaunnendur ættu að vilja. Brjálaða axarmorðingja, yfirnáttúruleg skrímsli, blóð, óttann við það óþekkta, ásamt því að hafa mjög flókna sögu sem gerir það að verkum að áhorfandinn sekkur enn dýpra inn í myndina til að ná sögunni og því verður myndin enn óhugarlegari fyrir vikið. Það er nú alveg ótrúlegt með myndir John Carpenters. Þær virðast allar falla í gleymsku stuttu eftir að þær eru gefnar út en svo þegar fer að líða á árinn þá skyndilega vakna þær aftur til lífsins og fólk keppist um að hrósa lofi á myndirnar hans. En ég verð nú samt að segja fyrir mig að þetta er líklega seinasta virkilega góða myndin sem Carpenters gaf út. In the Mouth of Madness er reyndar ekki enn kominn upp á yfirborðið aftur en svona mynd getur ekki verið lengi í felum.

Þessi mynd er líka þriðja og seinasta verk Carpenters í svokallaðir “Apocalypse Trilogy” sem hann gerði. En fyrsta myndin í þeirri seríu var The Thing og næsta var Prince of Darkness.

Myndin hefur góða sögu og gott handrit og sökum þess hversu furðuleg myndin er þá á maður hálf erfitt með að gera sér grein fyrir gloppum í handritinu þar sem bærinn sem John Trent endar í er ekki hluti af okkar raunveruleika, heldur allt annar raunveruleiki sem er á leiðinni að yfirtaka heiminn. Sam Neill skilar auðvita topp leik eins og alltaf. Aukaleikararnir í myndinni skila líka góðum leik. Brellurnar í myndinni eru ekkert til að kvarta yfir og skrímslin í myndunum líta bara mörg hver vel út og skrímslin eru svona skrímsli sem maður hefur aldrei séð áður í bíómynd. Svo stendur John Carpenter sig líka frábærlega í leikstórastólnum og skilar því sem skila þarf til að gera þessa mynd eina af þeim óhugnalegari sem hafa verið gerðar.

Það sem gerir þessa mynd svona sérstaka er að hún er hálfgerð samsteypa á sögum Stephen King og H.P. Lovecraft þar sem nokkrum sögum rithöfundana er steypt saman í þessar mynd. Og því er oft talað um þessa sem langbesta myndin sem hefur verið gerð eftir sögum H.P. Lovecraft og að hún nái alveg fullkomlega því andrúmslofti sem var í bókum H.P. Lovecraft.

En eins og ég sagði fyrir ofan þá er þetta líklega seinasta topp hryllingsmyndin sem Carpenters hefur gefið út og fær hún hjá mér ****/****. Topp mynd sem enginn hryllingsmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.
Helgi Pálsson