The Descent (2005) Leikstjóri: Neil Marshall
Handrit: Neil Marshall

Loksins, loksins kemur alvöru hryllingsmynd á markaðinn sem tekur sjálfan sig alvarlega og fylgir því 100% eftir og skilur áhorfandann eftir í andköfum. Þessi mynd er tvímannalaust besta hryllingsmyndin sem hefur komið út á þessari öld.

Þessi mynd fjallar um 6 vinkonur sem ákvaða að fara skoða hella upp í Skosku hálendunum. Þegar inn í hellana er komið lenda þær í sjálfheldu þegar útgöngu leiðin lokast vegna grjóthruns. Þær neyðast því að fara dýpra ofan í hellana í þeirri von um að finna útgöngu leið. En þegar komið er djúpt ofan í hellana rekast þau á nýja tegund af rándýrum sem búa í hellunum og það sem byrjaði sem skemmtiferð endar sem barátta upp á líf og dauða.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði töluverða fordóma gagnvart þessari mynd til að byrja með. Og er það meðal annars ástæðan fyrir því að það tók mig svona langan tíma að sjá þessa mynd. Þó ég hafi verið mjög hrifinn af fyrstu mynd Neil Marshall, Dog Soldiers, þá var ég ekki viss um að mynd um 6 stelpur í baráttu við stór rándýr mundi virka sem gott hryllingsmyndaefni. Sem er nú hálf vitlaust þegar maður hugsar út í það því margar af bestu hryllingsmyndum síðari ára hafa einmitt verið stelpur í baráttunni við skrímslin. Nefni nú bara baráttu Ripey við geimverurnar í Alien myndunum.

En hvað um það, þessi mynd kom mér verulega á óvart og það að hafa 6 stelpur lokaðar í hellakerfi á flótta undan blóðþyrstum rándýrum svínvirkaði. Handritið var þétt og lítið um gloppur í því. Reyndar svo lítið að maður getur varla fundið galla í því. Reyndar er það nú ekki bara handritið sem maður finnur varla galla í heldur er það nánast öll myndin. Kvikmyndataka var frábær í myndinni og á köflum var hún nánast listræn sem er mjög sjaldgæft í hryllingsmyndum. Sviðsmyndin frekar einföld enda skeður 90% myndarinnar innan um þrönga hella og eins er svarta myrkur mest alla myndina.

Það var líka annar hluti sem ég óttaðist nokkuð áður en ég sá myndina. En það var að myrkrið yrði svo mikið að maður sæi ekki neitt. Svoleiðis hryllingsmyndir þoli ég ekki. Tala nú ekki um þegar það eru skrímsli í myndunum því ég vill fá að sjá hvað er svona ógnvægilegt. Óttinn minn reyndist óþarfur því lýsingin í myndinni er góð og við fáum að sjá rándýrin vel og getu þeirra til að elta og drepa stelpurnar.

Eins eru leikararnir í myndinni frábærir og ná að gera persónurnar sýnar trúverðugar. Þau ná að skila óttanum til áhorfendana og jafnvel fá áhorfenduna til að halda með þeim. Sem er allt annað en í þessum Hollywood hryllingsmyndum þar sem maður vonar að allir drepist í myndinni.

Það er reyndar eitt sem ég tók eftir en það er að Neil Marshall er undir áhrifum frá John Carpenter’s The Thing. Sem er alls ekki slæmt því Neil nær að skila sínu verki það vel frá sér að hún er hans verk, ekki “stolið” efni eins og svo oft skeður þegar leikstjórar eru undir áhrifum frá góðum myndum. En svo ég taki það fram þá er ég alls ekki að líkja þessum myndum saman heldur er aðeins sama andrúmsloft yfir báðum myndunum. Enda væri frekar erfitt að líkja þessum myndum saman þar sem önnur skeður á suðurskautinu en hin í hellakerfum í skosku hálendunum. Reyndar get ég ekki ímyndað mér að nokkur ferðamaður vilji fara til Skosku hálendanna eftir að hafa séð myndir Neil Marshall. Því skógarnir eru fullir af Varúlfum og hellarnir fullir af blóðþyrstum kjötætum.

En til að enda þetta þá fær þessi frábæra mynd alveg pottþétt ****/****. Langbesta hryllingsmyndin seinustu 10-15 árin sem hefur komið út.
Helgi Pálsson