They(2002) Leikstjóri: Robert Harmon

Þessi mynd var mjög lofandi framan af en því miður stóð hún ekki við þau loforð og væntingar sem tókst að byggja upp. Líklega er hægt að benda á tvær ástæður fyrir því að myndin gekk ekki upp. Gróðrarhyggju framleiðanda og of háum siðferðisstalli bandarísku kvikmyndaskoðunarinnar.

Myndin segir frá sálfræðinemandanum Juliu sem er ofsótt af ótta við myrkrið og því sem leynist í myrkrinu frá æsku.

Þessi mynd var eitt stórt vandamál frá byrjun til enda í framleiðslu. Það komu heilir 10 handritshöfundar að myndinni og auk þess voru gerðir þrír mismunandi endar á myndina. Útgáfudeginum á myndinni var oft frestað og hún fékk slæmar móttökur á prufusýningum vestanhafs þegar myndin var gefin út. Svo það er mikið sem spilar hérna inní sem leiddi til þess að myndin varð frekar slöpp. Það er reyndar algjör synd að lokaútgáfan af myndinni skildi vera svona léleg því efnið sem er boðið upp á hefur marga góða kosti svo ég er viss um að ef þess mynd hefði komist i hendurnar á evrópsku eða asískum framleiðeindum sem hefðu ekki verið með það takmark að láta myndina vera einhver gróðrarmaskína fyrir bandaríkjamarkað þá hefði þetta orðið frábær mynd.

Framan af myndin er reynt að spila inn á ótta barna við myrkrið og það að það sé skrímsli í skápnum. Ef menn hefði haldið áfram á þessari línu og haldið sig við börnin en ekki farið á þá línu að nota fullorðið fólk sem er ofsótt af ótta úr æsku þá hefði verð hægt að búa til alvöru hryllingsmynd úr þessu. En þarna spilar inn þessi mikla siðferðiskennd í bandaríkjunum og eins gróðrarhyggjan. Ef hefði verið farið út í að gera hryllingsmynd með börnum þá hefði þessi mynd væntalega fengið NC-17 stimpil vestanhafs og því aðeins verið hægt að sýna þessa mynd nokkrum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum.

En hvað um það, þetta var smá útúrdúr frá myndinni eða mín hugmynd um hvernig hefði verið hægt að láta þessa mynd virka almennilega. Að myndinni sjálfri þá bíður hún ekki upp á sterkt handrit enda ekki við öðru að búast þegar 10 handristhöfundar er búnir að rugla í því og svo á handritið eftir að ganga í gegnu ýmsar breytingar á meðan tökum stendur. Oft á tíðum verður atburðarásin í myndinni frekar bjánaleg og ótrúverðug. Leikurinn sleppur alveg og stendur alveg undir þeim b-mynda leik sem svona mynd bíður upp á.

En þrátt fyrir allt það slæma við þessa mynd þá átti hún líka góða spretti. En þeir voru alltaf í kringum skrímslin í myrkrinu. Og verð ég nú að segja að ég er nokkuð ánægður með hvernig var komið af þeim málum í sambandi við myndina. Ég var sérstaklega hrifinn af því þegar er sýnt er inn í heim skrímslanna og einmitt þau atriði kveikja í ímyndunaraflinu hjá manni um hvernig væri hægt að gera þessa mynd virkilega góða.

Þessi mynd hefur verið jörðuð niður af hinum almenna kvikmyndaunnenda en meðal hryllingsmynda aðdáenda þá eru menn ekki alveg sammála um gæði myndarinnar sem hryllingsmynd. Hópurinn skiptist í tvennt ef svo mætti segja og eru aðrir sem fordæma hana á meðan aðrir tala um þetta sem hina fínustu hryllingsmynd. Þessi mynd er reyndar ekkert verri en þær sem voru gerðar á áttuna og níunda áratugnum en hana vantar þennan neista sem myndirnar á þeim tíma höfðu og auk þess að framleiðendurnir vildu græða gommu af peningi á henni og vildu auk þess ekki brjóta neinar reglur. Og útkomman af myndinni var svo allt annað en framleiðendurnir höfðu í huga vegna stanslausra breytinga á meðan framleiðslu stóð.

En þrátt fyrir að ég sé hrifinn af hugmyndinni við þessa mynd þá gildir það ekki mikið þegar komið er af því að horfa á myndina og það eina sem stendur upp úr er góð hugmynd sem er illa og vitlaust framkvæmd. Og því fær hún *1/2 / **** hjá mér.
Helgi Pálsson