The Cave(2005) Leikstjóri: Bruce Hunt
Handrit: Michael Steinberg og Tegan West

Ég fór á þessa mynd í vetur þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsunum og ég fékk það sem ég bjóst við. Meðal hryllingsmynd.

Myndin segir frá því þegar hópur atvinnukafara eru fengnir til að rannsaka hellakerfi upp í fjöllum Rúmeníu sem eru að mestu undir vatni. Hópurinn lendir svo í sjálfheldu inn í hellunum þegar leiðin sem þeir fóru inn um lokast vegna grjóthruns og því þarf hópurinn að finna aðra leið út úr hellunum. En brátt kemst hópurinn af því að þau eru ekki þau einu sem eru inn í hellunum og ekki líður á löngu þar til leitin að útgönguleiðinni sýnst upp í baráttu upp á líf og dauða.

Eins og ég sagði að ofan þá er þetta ekkert meira en meðalmynd. Svo þetta er góð mynd þegar manni langar til að horfa á video en er ekki í stuði fyrir meistaraverk en myndin má heldur ekki vera vonlaus.

Myndin er reyndar drekkhlaðinn af staðreyndarvillum. T.d eins og síðan hvenær geta kafara talað saman sín á milli í talstöð á meðan þeir eru að kafa. Eins þarf hópurinn að klífa mikið upp bratta veggi hellana og maður kemst nú ekki hjá því að spyrja sig hvernig standi á því að atvinnukafara séu svona góður í fjallaklifri. Svo eins hvernig standi á því að einn hellirinn sé þakinn ís en svo þegar veggurinn á þeim helli brotnar þá er í næsta virk eldstöð. Svona er þetta næstum út í gegnum alla myndina. En ef maður leyfir myndinni að fljóta í gegn án þess að vera pirra sig of mikið á þessu þá getur maður alveg skemmt sér yfir þessari mynd. Hvað varðar þennan hluta myndarinnar þá má segja að hún sé eiginlega 20 árum á eftir. Því í myndum í kringum 1980 þá var mikið af staðreyndarvillum í myndunum en það breyti samt ekki því að maður skemmti sér konunglega yfir flestum þeirra.

Leikurinn í myndinni er alveg í takt við myndina. Meðalmennskan í fyrirrúmi. Leikararnir skila sínu hlutverki og ekkert meira né minna en það. Ekta B-myndaleikur. Reyndar hefur myndin gott safn af frægum B-myndaleikurum sem standa undir nafni.

Hvað varðar sögu og handrit myndarinnar þá er það á sama stalli og allt annað. Meðalmennskan í fyrirrúmi. En hugmyndin er alls ekki slæm og jafnvel raunhæf því núna nýlega fannst neðanjarðarhellir í Ísrael sem hafði verið lokaður af frá umheiminum í tæp 4000 ár og í honum fundust ýmsar nýjar lífverur. Þeir sem eru búnir að sjá myndina muna kannski hvernig skrímslin í hellunum urðu til en einmitt svoleiðis lífverur gætu alveg komið fram þegar menn finna hellakerfi sem hefur verið lokað frá umheiminum í mörg þúsund ár. En það hefði samt verið hægt að gera betri sögu og handrit enda gott sögusvið. Hópur lokaður inn í hellakerfi með fullt af skrímslum á hælunum á eftir sér. Það hefði verið hægt að búa til topphryllingsmynd úr þessu efni.

En í heildina er þetta bara hin þokkalegasta mynd með ’80 fílingi. Ágætis B-mynd sem skilar því sem er ætlast af henni. **/****
Helgi Pálsson