Usher mun leika í Dying For Dolly Usher hefur skrifað undir samning varðandi gerð á nýrri kvikmynd.

Söngvarinn á að leika í nýrri mynd sem kalla á Dying For Dolly samkvæmt Digitalspy.

Í kvikmyndinni mun Usher leika mann sem er í Mafíu og á að vera lífvörður dóttur mafíuforingjans, og svo verða þau tvö skotin í hvort öðru.

Þeir sem fara með önnur stór hlutverk í myndinni verða Chazz Palminteri og Emmanuelle Chriqui, og henni verður leikstýrt af Ron Underwood.

Vinna við myndina hefst á fullu 12. desember.