Hin 'fullkomna' Bond kona Stærðfræðingar og Bond áhugamenn hafa uppgvötað formúluna fyrir hina fullkomnu Bond stúlku sem er ómissanleg í þessar langlífu myndir um njósnara hennar hátignar, James Bond. Samkvæmt formúlunni þá á hún að vera brúnhærð, brúneygð, bresk og 170cm á hæð.

Þessir rannsóknarmenn fóru yfir samtals 20 Bond myndir á ‘Bond, James Bond’ sýningunni á Vísindasafninu í London.

Á þessum 40 árum sem Bond hefur verið uppi hefur hann fallið fyrir 21 brúnhærðri, 12 ljóshærðum, 5 dökkhærðum og aðeins 3 rauðhærðum.

Enginn hefur algerlega staðist þessar kröfur en Diana Ross komst næst því. Ross var Bond daman í On Her Majesty’s Secret Service.

Aðrar sem voru nálægt voru Eunice Gayson í Dr. No, Jayne Seymour í Live and Let Die og Serena Scott-Thomas í The World is Not Enough.