Vill ekki Heiðursóskarinn! Stórleikarinn sem á að fá Heiðuróskarinn á næsta Óskar hefur skrifað bréf til Akademíunnar og sagt þeim að hann vilji ekki fá Óskarinn – hann sé enn að bíða eftir Óskarnum fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

Engir aðrir nema Marlon Brando og George C. Scott hafa hafnað Óskarnum en enginn hefur gengið svo langt að hafna þeim stærsta.

O’Toole bað Óskarsnefndina að fresta þessu um 10 ár með þessm orðum: “Since I'm still in the game and might win the lovely bugger outright, would the Academy please defer the honour until I am 80?”

Nefndin segist vera leið yfir þessu því það var einróma samþykkt að veita honum þennan mikla heiður.

Einnig bætti hún þessu við: “As to being ‘in the game,’ nobody ever thought you were out of it. The award is for achievement and contribution to the art of the motion picture, not for retirement.”

Paul Newman og Henry Fonda hafa báðið fengið Óskarinn eftir að hafa verið veitt Heiðursverðlaunin.

O’Toole hefur verið tilnefndur 7 sinnum en án árangurs, síðast var hann tilnefndur fyrir 11 árum fyrir leik sinn í My Favorite Game.

Óskarinn hans Peters verður á hátíðinni til öryggis, ef hann mætir ekki þá mun hann fara í geymslu þar sem þeir vonast að hann myndi ná þá í hann.