Connery í Indiana Jones 4 Eflaust verða margir Jones aðdáendur glaðir því gamli kallinn hans Indy's ætlar að koma fyrir í nokkrum atriðum í nýjustu myndinni um kappann.

Steven Spielberg staðfesti að Sean Connery mun leika föður Indiana Jones í smávægis hlutverki.

Spielberg er einnig að reyna fá gamlar ástir Indy's til að snúa aftur. Hann er að reyna fá ‘Marion’ sem allir Indy aðdáendur og fleiri ættu að þekkja til að koma aftur, þótt væri ekki nema um andartak.

Spielberg telur samt nánast öruggt að hún Kate Capshaw sem lék Willie Scott í Temple of Doom muni ekki snúa aftur. Að hans sögn voru það einhverjir handritserfiðleikar sem komu frá Frank Darabont, handritshöfundi myndarinnar.

Tökur hefjast í byrjun 2004.