Dawn of The Dead (1979) Leikstjóri: George A. Romero.
Handrit: George A. Romero.
Leikarar: David Emge, Ken Foree, Scott H. Reiniger, Gaylen Ross…etc.
Special FX: Tom Savini.


Ég skil enn ekki af hverju það eru ekki framleiddar zombie myndir enn í dag… mér sýnist að bestu hryllingsmyndirnar eru einmitt zombie myndir. Reyndar hef ég nú komist að því í gegnum tíðina að mjög fáir eru sammála mér í þessum málum því að zombies eru jú a) hægfara, b) mumlandi, c) dauðir.
En það er nú ekki alveg málið, í öllum góðum zombie myndum eru 1000 zombies á móti hverjum lifandi manni og eitt enn, það er bara hægt að drepa skrattana með því að skjóta þá í heilann.
Það er eitthvað við þetta, vonleysið og ömurleikinn, sú staðreynd að þetta fólk er umkringt af hinum lifandi dauðu.
Það hefur jú komið ein nýleg zombie mynd, Resident Evil (2002) en sú mynd var nú ekkert í líkingu við gömlu myndirnar. Reyndar er það fyndin staðreynd að George A. Romero átti að leikstýra Resident Evil en hann var rekinn og Paul W. S. Anderson fenginn í staðinn, það held ég að séu með þeim verstu mistökum kvikmyndasögunar.

Myndin hefst á því að það er búi að lýsa yfir neyðarástandi vegna þess að þeir nýlega dauðu neita að vera dauðir. Allt herlið er kallað út til þess að reyna að uppræta þessu en ekkert gengur það eru alltaf fleiri.
Fjórar manneskjur átta sig á því að það þýðir ekkert að vera að hangsa þannig að þau grípa tækifærið og flýja í þyrlu. Þau vita ekkert hvert þau eru að fara en enda á því að setjast að í verslunarmiðstöð. Þau koma sér fyrir og byrja á því að reyna að losa sig við afturgöngurnar sem eru inní verslunarmiðstöðinni en það á ekki eftir að vera eina vandamálið þeirra.
Þetta ástand hefur vægast sagt ekki góð áhrif á sálarlíf þeirra og er ekki allt sem sýnist.

Þessi mynd er eins sönn zombie mynd og þær verða enda kemur þetta frá engum öðrum en zombie kónginum, George A. Romero.
Það vill svo skemmtilega til að uppáhalds förðunarmeistari minn, Tom Savini, vinnur við þessa mynd og er þetta sú sem kom honum hvað mest áfram. Eftir frábæra framistöðu í þessari snilld fékk hann t.d. vinnuna við Friday The 13th (1980).
George nær fullkomlega að ná fram ömurleikanum og vonleysinu í ástandinu sem karakterarnir eru í og er enginn galli í leikstjórninni.
Þetta er önnur myndin í zombie trilogíu Romero’s, og margir segja þessa besta. Ég verð að vera ósammála því að mér finnst Day of The Dead standa uppúr, það er önnur saga.
George A. Romero hefur m.a. gert; Night of the Living Dead (1968), Martin (1978), Creepshow (1982), Day of the Dead (1985) og The Dark Half (1993).


****