Will Smith að leika í I, Robot Will Smith er að fara að taka að sér heldur öðruvísi hlutverk næst á eftir Bad Boys 2, sem hann er að klára á næstunni. Hann ætlar að leika í myndinni I, Robot. I, Robot er sci-fi glæpamynd sem er byggð á bók eftir goðsögninni í vísindaskáldskap, Isaac Asimov. Myndin gerist í framtíðinni þar sem vélmenni eru orðin partur af hversdagsleikanum. Þessi vélmenni fara eftir 3 grunnreglum: a) vélmenni mega ekki skaða eða leyfa skaða á mannverum b) vélmenni verða að hlýða öllu sem mennirnir segja og að lokum c) eiga að vernda sjálft sig án þess að brjóta fyrrgreindar reglur. Þegar rannsóknarlögreglumaður(Smith) rannsakar morð sem vélmenni gætu hafa átt þátt í vakna upp spurningar um það hvort vélmenninn hafi fundið leið framhjá þessum grunnreglum.

Leikstjóri myndarinnar er snillingurinn Alex Proyas(The Crow,Dark City) sem þýðir að myndin gæti verið myndrænt séð mögnuð enda er hann vanur því að skapa ótrúlegt andrúmsloft og ólýsanlega sviðshönnun. Það er því greinilegt að Will Smith er að reyna að koma sér úr grínmyndunum og ráðast í gerð alvarlegri mynda sbr. mynd Michael Mann um Ali.