Junk (1999) Leikstjóri: Atsushi Muroga.
Leikarar: Nobuyuki Asano, Osamu Ebara, Tate Gouta…etc.


Maður er kannski farinn að búast við of mikklu af Japönunum vegna velgengni þeirra í hryllingsmyndum undanfarið. Þar er helst að minnast á Ring og Battle Royale.
Low-budget myndir eins og þessi eiga það til að vera viðkvæmari en aðrar myndir vegna þess að það er haldið aftur af ýmsum hlutum, yfirleitt er það leikaravalið sem verður fyrir þessu. Sumir átta sig bara ekki á því að það þarf ekki að vera með einhverjar svaka tæknibrellur eða sviðsmynd, leikurinn einn getur haldið manni við myndina og ef sagan er nógu góð þá getur þetta staðið eitt og sér.
Nóg af væli mínu um hégómafullt folk.
Ég hafði rekist á þessa mynd á netinu fyrir nokkrum arum og er hún búinn að vera á “to-buy” listanum mínum síðan þá. Málið er bara það að þessi listi er allt of langur þannig að það líður dágóður tími áður en einhver óþekkt mynd eins og Junk kemst að.
Ég fór með félögunum í Laugarásvideo og rakst þar á hana fyrir tilviljun og fyrst að það var ekkert allt of mikið inni þá ákvað ég að kíkja á hana, ég er dauðfegin að hafa kíkt á hana áður en alvöru peningar fóru í þetta.

Myndin byrjar á því að við sjáum lækni og hjúkrunakonu standandi yfir líki. Læknirinn tekur þá fram grænan elixir kallaður “DNX”. Hann sprautar því í dauðu konuna og eins og allir geta giskað á þá lifnar hún við.
Nú fylgjumst við með hóp ræningja sem láta greipar sópa í skartgripabúð og koma sér svo þaðan til að hitta einhvern stjóra sem ætlar að kaupa gripina af þeim fyrir 100.000.000 yen. Allir draumar þeirra eru að fara að rætast og þau drífa sig áleiðis í yfirgefna verksmiðju þar sem fundurinn á að eiga sér stað.
Á meðan á biðinni stendur ákeva þau að skoða sig um í verksmiðjunni og finna þá nokkurn slatta af líkum og afturgöngum. Ekki nóg með það heldur ætlar stjórinn að svíkja þau þannig að nú eru þau á milli steins og sleggju.

Leikararnir ættu að halda sig sem lengst frá sviðsljósinu eftir þessa mynd því ég get sagt það í fúlustu alvöru að ég held að ég hafi aldrei séð jafn lélegan leik. En eins og ég sagði fyrr þá vill það oft verða þannig þegar peningar eru af skornum skamti.
Tæknibrellurnar eru það eina sem er eitthvað varið í, í þessari mynd og er það nokkuð greinilegt að allur peningurinn hafi farið í þær.
Ég sem hef nú verið alltaf verið svolítið veikur fyrir Zombie myndum varð virkilega vonsvikinn og er hálf pirraður útí þá sem gerðu þetta.
Tæknibrellur eru EKKI allt.

*