Írski leikarinn Pierce Brosnan sem hefur leikið njósnara hennar hátignar í heilum fjórum myndum, frá GoldenEye til Die Another Day og hefur verið sagt að hann hafi ekki ætlað að leika í 21. myndinni um ofurnjósnarann segist núna ætla taka að sér hlutverkið í næstu mynd.

Enn sem komið er þá er fimmta mynd Brosnans án handrits og söguþráð.

Fyrstu þrjár myndir hans hafa farið yfir milljarð dollara og þá var hann spurður hvort fimmta mynd hans myndi ekki fela í sér launahækkun.

Þessu svaraði Brosnan: “I would like to think that fair play will be involved,” he smiled. “I have the highest expectation of fairness and good spirit.” og þessu bætti hann við, “I have all of CAA behind me!”

Hann tekur einnig fram að hann hefur enn sem komið er lifað af fjórar myndir án meiðsla, alvarlega allavega. Í Die Another Day, sem er sú nýjasta, þá hlaut hann smávægis hnémeiðsli.

Samingur hans um skylduleik í Bond myndum rann út með Die Another Day.

Tökur á næstu mynd munu ekki hefjast fyrr en á næsta ári en það er sama ár sem hann heldur upp á 52 ára afmæli sitt.