Ég var að horfa á þessa mynd rétt áðan. Þetta er meðal bestu mynda sem ég hef séð. Vel ofarlega í topp 5 hjá mér.(Ekki spoila PikkNikk)
La Vie en Rose, eða La Môme eins og hún heitir á upprunalegu máli, er yndisleg kvikmynd frá 2007 og fjallar um ævi franska söngfuglsins Edith Piaf sem var þekkt fyrir ótrúlega rödd og einstaklega skýran framburð. Þetta er besta mynd sem ég hef séð í langan tíma og er orðin ein af mínum uppáhalds, Hún er svo vel gerð á allan hátt, hugljúf, fyndin og sorgleg. Ef að Marion Cotilliard (sem leikur Piaf) fær ekki óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki..ja, þá missi ég alla trú á þessari verðlaunaafhendingu. Þið sem hafið ekki séð þessa mynd, drullið ykkur út á leigu!
Þessi mynd er frábær. Kubrick var óheppinn að fá ekki óskarinn, en Platoon fékk hann.
hinn prúði og góði drengur Roberto Benigni.. Einn albesti ítalski leikari samtímans og þó víðar væri leitað.