Hver er maðurinn og hvaða mynd?
Risastórt geimskip á leið sinni um himingeiminn staldrar við yfir Suður-Afríku. Leiðangur nokkur fer og kannar málið og finnur þar fullt af veikum, vannærðum skepnum sem virðast hafa lent óvart á jörðinni. Þessar geimverur eru fluttar yfir í sérstakt aflokað hverfi sem hlýtur viðurnefnið District 9. Menn reynast hins vegar ekki vera gestrisnari en svo að að nýja heimilið breytist skjótt í útrýmingarbúðir. Hlutirnir fara síðan á verri veg þegar ákveðið er að færa verurnar á annan, mun afmarkaðri stað. Um leið og sú aðgerð fer í gang, hefst martröðin fyrir alvöru.
Byggt upp á samnefndri sögu Stephen King.
Ljósmóðirin Anna kemst yfir rússneska dagbók ungrar stúlku, sem lést á sjúkrahúsinu við barnseignir. Anna er staðráðin í að finna samastað handa nýfædda barninu og fær tilboð frá veitingahúsaeiganda til að þýða bókina, en sá er einnig foringi rússnesku mafíunnar þar í London. Bókin inniheldur sakfellandi upplýsingar og meðal þeirra sem þurfa að kljást við málið er Nikolaj, bílstjóri og kaldrifjaður “hreingerningarmaður” mafíunnar.