Circledrawers Þættirnir Hringfararnir, eða Circledrawers í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar hefja göngu sína í dag, 1. maí á veraldarvefnum. Um er að ræða fyrstu íslensku vefþáttaseríuna sem frumsýnd er á internetinu, öllum opið til áhorfs. Þættirnir eru níu talsins og eru frumsýndir með viku millibili og eru sniðnir að Bandarískri fyrirmynd um vefþætti.

Í helstu hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Logan Huffman, Benedikt Erlingsson, Stefan Schaefer, Steve Schirripa, Jóhann G. Jóhannsson, Sharon Angela, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Örn Árnason.

[urk=http://www.circledrawers.com]Fyrsta þáttinn má sjá á Circledrawers.com