Þættirnir Hringfararnir, eða Circledrawers í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar hefja göngu sína í dag, 1. maí á veraldarvefnum. Um er að ræða fyrstu íslensku vefþáttaseríuna sem frumsýnd er á internetinu, öllum opið til áhorfs. Þættirnir eru níu talsins og eru frumsýndir með viku millibili og eru sniðnir að Bandarískri fyrirmynd um vefþætti.Í helstu hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Logan Huffman, Benedikt Erlingsson, Stefan Schaefer, Steve Schirripa, Jóhann G. Jóhannsson, Sharon Angela, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Örn Árnason.
[urk=http://www.circledrawers.com]Fyrsta þáttinn má sjá á Circledrawers.com