Bullitt endurgerð? Nýlegar fréttir frá Hollívúd segja að hin sígilda Bullitt frá árinu 1968 verði endurgerð með Brad Pitt í hlutverki Franks Bullitt sem Steve McQueen lék í upprunalegu myndinni.

Mér finnst það skelfileg hugmynd og þar kemur tvennt til: 1) Steve McQueen er mesti töffari kvikmyndasögunnar og stórkostlegur leikari sem því miður féll frá aðeins fimmtugur að aldri. Þrátt fyrir að Brad Pitt sé stórgóður leikari og eðalsvalur, kemst hann ekki nálægt Steve sjálfum enda kóngurinn 2) Bullitt er sígild kvikmynd sem var brautryðjandi bílaeltingarleikja í kvikmyndum og sígildar kvikmyndir á bara ekki að endurgera, svo einfalt er það. Forverinn er alltaf betri!

En það verður fróðlegt að sjá útkomuna ef af verður en eigi veit ég hvort þetta hafi verið staðfest.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.