Ég fór á hana á laugardaginn og varð fyrir hræðilegum vonbrigðum.
Þrátt fyrir að ég elski David Lynch myndir (Mulholland Drive, Blue Velvet og Lost Highway eru með mínum uppáhalds myndum) þá var þetta bara einum of.
Hún var alltof langdregin og leiðinleg á köflum og á meðan það er hægt að skilja myndir eins og Mulholland Drive að sumu leiti þá var þessi bara eins og einn hrærigrautur af Lauru Dern að væla og láta eins og geðsjúklingur.
Það voru hinsvegar margir mjög góðir punktar í myndinni og ég ætla að gefa henni annan sjéns þegar hún kemur á DVD, en þegar ég gekk útúr bíóinu í gær leið mér eins og David Lynch hefði persónulega slegið mig á beran afturendann með blautu handklæði.