Kvikmyndir Nýjasta mynd Bruce Willis, <b>Tears of the Sun</b>. Hún fjallar um Lt. Waters í Landgönguliðinu og er hann sendur í hjarta Afríku til að bjarga þar lækninum Dr. Lena (Monica Belluci). En þar sem hún neitar að skilja sitt fólk eftir nema Waters bjargi fólki sínu líka, 70 talsins, þá fara þau öll í mikla hættuför að landamærum Cameroon. Á leiðinni lenda þau í óvinveittum hermönnum sem eru leiddir af miklum uppreisnarhermanni. Hörkuspennandi mynd með hasarkónginum sjálfum. Myndinni er leikstýrt af sama leikstjóra og Training Day. Frumsýnd 7. mars í Bandaríkjunum.