DVD Hér er posterið fyrir myndina Minority Report sem er leikstýrt af snillingnum Steven Spielberg. Myndin kemur í sumar og í aðalhlutverki er Tom Cruise. Myndin á að gerast í framtíðinni og segir frá þegar menn geta verið handteknir fyrir brot sem þeir eiga eftir að fremja. Handrtitið er sagt eitt hið besta sem sést hefur í mjög langan tíma og margir þeir sem hafa gagnrýnt handritið segja að þetta gæti orðið besta mynd Spielbergs og er þá mikið sagt.