Ég fór í bíó á kvikmyndina Fálkar og gerði mér miklar vonir til hennar þar sem hér var á ferðinni ein af fáum íslenskum spennumyndum. Ja, ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Myndin var ágæt framan af og ég vonaði að seinni hlutinn myndi breyta skoðun minni á myndinni. En í seinni hlutanum versnaði hún bara. Alla myndina fann ég ekkert til með neinni af persónunum og ekkert merkilegt gerðist. Svo ekki sé minnst á leik Ingvars í myndinni. Hann er svosem ágætur en hann virðist ekki átta sig á að hann er að leika í kvikmynd en ekki leikriti og notar hálfgjörða leikhúsrödd. Ég er kannski full gagnrýninn en svo farið sé út í góðu hliðarnar þá var myndin mjög vel tekin og Keith Carradine leikur mjög vel. Já, það sem fyrst og fremst eyðilagði myndina var eiginlega handritið. Hvað finnst þér?