Ég var að flakka á netinu og rakst á nokkuð skemmtilega stuttmynd sem heitir George Lucas in love á www.mediatrip.com. Þessi níu mínútna stuttmynd er svona Shakespear in love/Star Wars parody og fjallar um það hvernig George Lucas fær hugmyndina að star wars. Allavega, þá er eina útgáfan sem er í nógu góðum gæðum ætluð fyrir T3 tengingar og það er hundleiðinlegt að streama yfir ADSL út af stöðugum \“net congestions\” sem brjóta upp myndina á 40 sek fresti. Er einhver leið fyrir mig að kópera myndina með einhverjum afritunarforritum þar sem ekki er hægt að downloada myndinni af netinu eða vista í Real Player ? Endilega látið mig vita ef þið hafið einhverjar hugmyndir.